Vetrarfrí 29.-30. október

Vetrarfrí er í skólanum dagana 29.-30. október. Enn fremur er ekki skóladagur mánudaginn 2. nóvember vegna starfsdags. Nemendur eru í fríi þessa þrjá daga. Vonandi geta allir notið þessara frídaga þó minna verði e.t.v. um ferðalög en venjulega. Við hvetjum foreldra til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum og vonandi fáum við gott veður til útivistar þessa daga.