Verum ástfangin af lífinu og Vertu hetjan í þínu lífi

Þetta eru heiti fyrirlestra sem Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, býður upp á  á  morgun, föstudaginn 15. september  þegar hann kemur  í heimsókn til okkar. Hann ætlar að vera með nemendum úr 5.-7. bekk í 40 mínútur undir yfirskriftinni Vertu hetjan í þínu lífi  og síðan með 8.-10. bekk í tvær kennslustundir með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu.                                                                               Þorgrímur hefur komið til okkar a.m.k. tvisvar áður og er fyrirlestur hans  sérstaklega athyglisverður, skemmtilegur og án vafa gagnlegur fyrir okkar unga fólk.