UNICEF dagurinn

Í góða veðrinu í dag var UNICEF dagurinn hjá okkur í skólanum. Nemendum var skipt í hópa og fóru á milli stöðva og tóku þátt í ýmsum verkefnum. T.d. fóru krakkarnir í Pógó, kubb, krítuðu, fóru í teygjutvist, í leiki og í fótbolta. Einnig var boðið upp á að hjóla eða hlaupa. Krakkarnir voru duglegir að taka þátt og vera með. UNICEF dagurinn er góðgerðardagur þar sem styrktaraðilar heita upphæð að eigin vali á hverja þraut/vegalengd sem nemendur reyna sig við. Ennþá er hægt að leggja söfnunni lið með því að fara inn á síðuna https://sofnun.unicef.is/ og velja Vopnafjarðarskóli. Við enduðum svo daginn með pylsuveislu á skólalóðinni.