Þorrablót skólans

Í kvöld, fimmtudag, 6. febrúar, er þorrablót nemenda í 6.-10. bekk og starfsfólks. Þorrablótið hefst stundvíslega kl. 19:30 og er með hefðbundnum hætti. Nemendur í 10. bekk sjá um skemmtiatriði, þar sem aðallega er gert grín að kennurum og starfsfólki skólans, nemendur í 9. bekk hafa undirbúið og setja upp myndasýningu með með ýmsu gríni og 8. bekkingar þjóna til borðs.

Á morgun, föstudag er þorrablót yngri nemenda skólans, fyrir 1.-5. bekk, frá kl. 11. Þar er boðið upp á valin skemmtiatriði frá blóti eldri nemenda og sunginn fjöldasöngur.