Þemadagar

Þemadagar voru í Vopnafjarðarskóla á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku.

Á þemadögunum unnu nemendur fjölbreytt verkefni en yfirskriftin var, skreytum bæinn okkar.  Í vor stefnum við á að koma  listaverkunum fyrir á völdum stöðum og að sjálfsögðu með leyfi sveitarfélagsins.

Þemadagar eru haldnir ár hvert með það að markmiði að stuðla að aukinni námsgleði og mikið er lagt upp úr að nemendur séu skapandi í sinni vinnu.

Á þemadögunum var aldurblöndun frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Að vinna saman í blönduðum hópum þvert á aldur er frábær leið til að efla félagslega færni, samstarf og samvinnu. Eldri nemendur geta leiðbeint yngri, og yngri nemendur hafa mögulega nýjar hugmyndir og ferskt sjónarhorn.

Það að vinna saman í blönduðum hópum eykur líka samkennd og samhug og getur skipt máli í því að byggja upp góðan skólabrag.

Opið hús var í skólanum eftir hádegi seinni þemadaginn og mjög gaman að sjá hve margir foreldrar komu í heimsókn.