Sundkennsla

Á þessu skólaári hefur sundkennslan eingöngu verið í apríl og maí.

Síðasta haust náðist ekki að ráða íþróttakennara  við skólann og því var engin sundkennsla að haust eins og vant er.

Í vor vorum við svo heppin að fá reyndan sundkennara til að sjá um sundkennsluna. 

Bjarney Guðrún Jónsdóttir, íþróttfræðingur  hefur séð um kennsluna og hefur það gengið mjög vel og þökkum við henni kærlega fyrir.