Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin á sal skólans í gær, fimmtudaginn 17. mars.

Keppnin var haldin við sérstakar aðstæður þar sem helmingur nemenda var með covid og voru í sinni kennslustofu en hinir frísku á sal skólans ásamt gestum.  Það voru valdir tveir fulltrúar, einn aðal og einn til vara.

Fulltrúi okkar á Héraðshátíðinni sem haldin verður á Egilsstöðum 23. mars er Baldur Geir Hlynsson og varamaður hans er Alex Leví Svövuson.

 Þessi skemmtilega mynd segir allt sem segja þarf.