Spennandi menningarferð á Seyðisfjörð

Spennandi menningarferð á Seyðisfjörð

Nemendur í 5.-7. bekk áttu eftirminnilegan dag á Seyðisfirði í gær þar sem þeir kynntu sér listir og menningu Seyðisfjarðar. Ferðin hófst með heimsókn í Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi, þar sem nemendur skoðuðu áhugaverða sumarsýningu um verk Jóhannesar Kjarvals.

Í Skaftfelli fengu nemendur tækifæri til að kynnast list þessa þjóðþekkta listamanns á nýjan og spennandi hátt. Sýningarstjóri fræddi nemendur um ævi og störf Kjarvals og útskýrði hvernig náttúran og umhverfið höfðu áhrif á listsköpun hans. Einnig tóku nemendur þátt í skapandi vinnustofu þar sem þeir fengu að prófa listrænar aðferðir.

Nemendur heimsóttu einnig Tækniminjasafn Austurlands sem vakti mikla lukku. Þar fengu þeir að skoða fjölbreytt úrval gamalla véla og tækja og leika sér með ýmsa forvitnilega hluti á safninu.

Ferðin heppnaðis vel og var bæði fræðandi og skemmtileg.