Skipulagning skólahalds vegna samkomubanns

Skóli hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 12:30.

Heimkeyrsla í sveitina verður  kl. 12:35.

Aðeins er boðið upp á gæslu nemenda í 1.-2. bekk, sem ekki eru í skólaakstri og nauðsynlega þurfa á því að halda.

Ekki er boðið upp hafragraut eða ávexti og þurfa nemendur að hafa með sér nesti fyrir morguninn og ef þeir eru ekki í hádegismat. Mikilvægt er að nemendur komi með sitt glas eða brúsa til að drekka úr í skólanum og eins mjólk eða drykki.

Samkvæmt auglýstum reglum mega nemendur ekki vera fleiri en 20 í hópum og ekki er ætlast til að viðkomandi hópar hafi samskipti við aðra nemendur.

Hádegismatur verður á tímabilinu kl. 11:45 til kl. 12:30 og er raðað niður samkvæmt þeim hópum sem eru saman í kennslu.

Kennsla verður að mestu samkvæmt stundaskrá.  Þó er ekki hefðbundin kennsla í verk- og listgreinum og íþróttakennsla fer fram utan dyra.

Ástæða er til að benda á að nemendur hafi góðan klæðnað til útiveru og hreyfingar í íþróttum utandyra.

Frímínútur verða á mismunandi tímum til að fylgja reglum um samskipti milli hópa.

Mikilvægt er að foreldrar ræði þetta mál vel og vandlega við börnin sín og vissulega er mikil áhersla lögð á umræðu og fræðslu um málið í skólanum.

Sýni nemandi einkenni sem líkjast sjúkdómseinkennum sem tengjast kórónaveirunni skal hann ekki sækja skóla og  er mikilvægt að foreldrar verði í samráði við heilbrigðisyfirvöld um dvöl þeirra heima.

Ef spurningar vakna eru foreldrar endilega beðnir um að hafa samband við skólann í síma eða tölvupósti .