Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær þreyttu nemendur Vopnafjarðarskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ í frábæru veðri. Nemendur höfðu val um þrjár vegalengdir, 2,5 km, 5 km og 10 km en vinsælasta vegalengdin var 5 km. Ólympíhlaup ÍSÍ tók við af Norræna skólahlaupinu og er aðalmarmiðið holl hreyfing og að allir taki þátt. Við stefnum á að taka þátt í þessu hlaupi á hverju ári framvegis en nokkur ár eru síðan við tókum síðast þátt í hlaupinu.