Legókeppni 2016

Í morgun fóru nemendur frá okkur keyrandi til Akureyrar og fljúga þaðan til Reykjavíkur. Tilefnið er Legókeppnin á Íslandi sem 7. bekkur vann svo glæsilega í fyrra. Að þessu sinni eru keppendur 8 nemendur sem hafa valið Legó sem valgrein í haust, úr 8. og 9. bekk og hafa Unnur Ósk og Sólrún umsjón með liðinu. Keppnin er á morgun og verður hægt að fylgjast með henni á netinu eins og í fyrra. VIð óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Áfram Vopnafjarðarskóli.