Síðustu dagar fyrir jól

 
Mánudag 17. desember er boðið upp á ávexti, ekki hafragraut og nemendur geta komið með nesti.
Þá er jólaföndur og jólakortagerð. Boðið er upp á kakó og mega nemendur koma með smákökur í nesti.
Skóla lýkur kl. 13:10, heimakstur er strax á eftir og engin gæsla.
 
Þriðjudaginn 18. desember koma allir rauðklæddir, og/eða í jólapeysum, til að föndra og æfa skemmtiatriði fyrir Litlu jólin. Í hádeginu er ,,jólamáltíð“ þar sem starfsfólk þjónar til borðs og spiluð eru jólalög. Engin gæsla er þennan dag, skóli er til kl. 13:10 og  heimakstur strax á eftir. 
 

Litlu jólin eru miðvikudaginn 19. desember kl. 9:30-12:00.

Á litlu jólunum skiptast nemendur á pökkum og eru krakkarnir beðnir að koma með pakka sem kosta um 600-1000 kr. og skila til umsjónarkennara. Mælst er til að ekki sé sælgæti í pökkunum og pakkinn sé bæði fyrir stelpu og stráka.

Byrjað er á  að fara í stofur með umsjónarkennurum. Jólaguðspjallið er lesið og einnig stutt jólasaga. Pakkarnir eru opnaðir, boðið upp á sælgæti og jólakortin skoðuð.

Eftir stofujólin er dagskrá þar sem allir bekkir eru  með atriði, dansað kringum jólatré og jólasveinar koma í heimsókn.

Skólaakstur er á litlu jólin.