Heilsudagar 13.-17. maí

Í vikunni 13.-17. maí voru heilsudagar hér í Vopnafirði en verkefnið er samvinnuverkefni Brims og Vopnafjarðarhrepps.

Vopnafjarðarskóli tók þátt í ýmsum viðburðum og mikil ánægja var með alla viðburðina.

Verkefnin sem nemendur tóku þátt í voru:

  • Boccia með eldri borgurum fyrir 1.-5. bekkur.
  • Boccia með meistararflokki kvenna fyrir 6.-7. bekk.
  • Jóga með Gulmíru fyrir 1.-10. bekk
  • Crossfit með Petru Sif og Lindu Björk  fyrir 8.-10. bekk.
  • Ávaxtalist með Önnu Dóru fyrir 1.-5. bekk.
  • Fyrirlestur frá Kvan um vináttuþjálfun með Önnu Steinssen fyrir 1.-5. bekk.
  • Náttúruskoðun með leikskólabörnum fyrir 8.-10. bekk.

Vopnafjarðarskóli er heilsueflandi grunnskóli og ómetanlegt að fá að taka þátt og þökkum við kærlega fyrir okkur.