Haustferðir

Á þriðjudag fóru nemendur í haustferðir. 1. - 4. bekkur fór út á Tangasporð, 5. og 6. bekkur gengu úr Vestárdal og yfir í Hofsárdal, 7. og 8. bekkur fóru út á Fuglabjargarnes og 9. og 10. bekkur fóru í Böðvarsdal. Ferðirnar gengu allar vel.