Gönguferð

Á morgun spáir sérstaklega góðu veðri og því tilvalið að fara í árlega gönguferð skólans. Nemendur þurfa því að vera klæddir og skóaðir til gönguferðar en ekki ástæða til að vera með þungan yfirfatnað til að bera ef heitt verður í veðri eins og útlit er fyrir., heldur léttur fatnaður og íþróttaskór. .
Að sjálfsögðu hafa allir með sér nesti og má hafa kex með í pakkanum. Ekki er gert ráð fyrir að gönguferðin taki allan skóladaginn og því þarf skólataskan að vera með í skólann.