Göngu- eða berjaferð

Á morgun, föstudag 28. ágúst, ætlum við að fara í gönguferð og athuga með ber ef einhver finnast.
Nemendur eiga að koma með skólatöskur eins og venjulega en þurfa að vera á góðum skóm og klædd til gönguferðar.
Allir eiga að vera með  nesti og mega nemendur koma með eitthvað annað en hollt með líka, (svokallað sparinesti).
Veðurspáin er ágæt og vonandi geta allir notið þess að vera útivið hluta morgunsins.