Gluggar málaðir á efstu hæðinni

Jóladagskrá skólans hefur verið með nokkuð hefðbundnum hætti mörg undanfarin ár. Í áratugi hafa nemendur á efstu hæð skólans málað gluggana í þeirra bekkjarstofu. Teiknaðar eru jólamyndir á glugga og þær málaðar með þekjulitum sem skafið er af eftir að jólum lýkur í janúar. Þá eru ljós látin loga allan sólarhringinn í stofunum til að lýsa upp myndirnar.