Frábær árangur í Lego

Dodici- stóð sig frábærlega í Skandinavísku First Lego League keppninni sem fram fór í Osló um helgina. Krakkarnir stóðu sig vel í öllum þáttum keppninnar og komust í 8 liða úrslit (af 49 liðum) í vélmennakappleiknum, settu nýtt skólamet 310 stig, og jöfnuðu besta árangur Íslands í keppni af þessu tagi. Mikil vinna liggur að baki svona keppni, hjá nemendum, kennara og foreldrum og eiga allir þessir aðilar hrós skilið fyrir frábæra samstöðu. Einnig ber að þakka styrktaraðilum liðsins sem voru fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Vopnafirði og víðar. Til hamingju Dodici-

Liðið er skipað krökkum úr legovali í 8. og 9. bekk: Baldur Geir, Freyr, Aron Daði, Ásdís Fjóla, Berglind Vala, Lilja Björk og Þórhildur Inga.

Sérstakar þakkir fær þjálfari/kennari liðsins, Sólrún Dögg, en hún hefur stýrt lego vinnu skólans í fjölmörg ár með frábærum árangri.