Foreldradagur 26. janúar

Föstudaginn 26. janúar er foreldradagur í skólanum.

Á þessum degi boðum við foreldra og nemendur í viðtal til umsjónarkennara.

Við bjóðum upp á vöfflur og kaffi í skólanum þennan dag.

Leiðarljós foreldraviðtala er velferð nemenda og mikilvægt að skóli og heimili vinni vel saman.

Í viðtalinu er nemandinn þátttakandi og lærir þannig með aldri og þroska að taka ábyrgð á eigin námi í samráði við foreldra og kennara

Foreldrum ber skylda til að fylgjast vel með námsgengi barna sinna og skólasókn á Mentor og þannig eru þeir alltaf vel upplýstir um stöðu barna sinna.

Það er mikilvægt að foreldrar séu búnir að fara inn á Mentor og skoða námsmatið, hæfnikortið sem átt hefur sér stað í skólanum í vetur og einnig að skoða skólasókn.

Utan hefðbundinni viðtala eru foreldrar hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara barnanna þegar tilefni er til og umsjónarkennarar munu að sama skapi hafa samband við heimilin ef þurfa þykir.

þar sem ekki er um hefðbundinn skóladag að ræða þá fellur frístund niður.