Flottur árangur hjá Dodici-

Dodici- keppti í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League Ísland sem fram fór í Háskólabíói á laugardag. Liðið keppti til úrslita í róbótakappleiknum og hafnaði í 2. sæti 🥈 Dodici- var eitt þriggja liða sem tilnefnd voru til verðlauna fyrir bestu hönnun og forritun á róbóta og einnig var liðið eitt þriggja liða sem tilnefnd voru til verðlauna fyrir bestu liðsheildina 👏👏 Í keppninni um FIRST LEGO League meistara Íslands hafnaði liðið ásamt öðru liði í 2. sæti 🥈 Frábær árangur hjá þessum flottu krökkum!