Skáknámskeið

Á föstudag var skáknámskeið í skólanum fyrir þá sem vildu. Birkir Karl, skák kennari, var með 80 mínútna skák kennslu fyrir yngsta, mið- og elsta stig og gekk það mjög vel. Eftir hefðbundinn skóladag var í boði framhaldsnámskeið fyrir alla sem vildu og var gaman að sjá að þangað mættu yfir 10 krakkar úr 1. og upp í 10. bekk.