Dodici- Legomeistarar

Dodici- varð um helgina Legomeistari í tækni- og hönnunarkeppni Lego sem fram fór í Reykjavík og er í umsjá Háskóla Íslands. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem lið frá Vopnafjarðarskóla verður Legomeistari.  Dodici- vann vélmennakappleikinn en var einnig tilnefnt fyrir hönnun og forritun á vélmenninu og fyrir rannskóknarverkefnið/nýsköpunarverkefnið sem að þessu sinni tengdist orkumálum í heimabyggð. Með sigrinum vann liðið sér rétt til þátttöku í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Osló 3. desember og er undirbúningur fyrir það nú hafinn. Frábær árangur hjá liðinu.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá helginni ásamt link á viðtal við Sólrúnu Dögg, þjálfara liðsins, sem birtist í Austurfréttum í gær en þar er farið nákvæmara yfir keppnina. 

https://austurfrett.is/lifid/tolfan-fra-vopnafirdhi-vardhi-legomeistaratitilinn