Dagur íslenskrar tungu í fínum fötum.

Á morgun, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.
Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á föstudaginn og ætla því nemendur í 7. bekk að lesa fyrir leikskólabörnin eins og verið hefur. mörg undanfarin ár. 

Undirbúningur að ljóðasamkeppni sem allir nemendur taka þátt í hefst þennan dag og  þemað er Ísland.

Úrslitin verða kunngjörð á fullveldishátíðinni 1. desember og verða verðlaun veitt úr sjóðnum Með íslenskuna að vopni.
Í tilefni Dags íslenskrar tungu ætlum við öll, starfsfólk og nemendur, að mæta í betri fötunum, fínum klæðnaði þennan dag.