Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu var söngstund þar sem sungin voru nokkur lög við texta eftir Jónas Hallgrímsson. Þá var minnst Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu, skáldkonunnar okkar frá Teigi með stuttri kynningu. Þá kórlásu nemendur í nokkrum hópum ljóð eftir þessa kjarnakonu sem alltof lítið hefur verið getið um hér á Vopnafirði.