Börn og netmiðlar

Skúli Bragi Geirdal kemur á Vopnafjörð og heldur fyrirlestra fyrir nemendur  um börn og  netmiðla í Vopnafjarðarskóla fimmtudaginn 4. maí.

Foreldrafélag Vopnafjarðarskóla og Vopnafjarðarhreppur býður foreldrum síðan upp á fyrirlestur fyrir foreldra um "Börn og netmiðla" sama dag kl. 16.00.

Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta. 

Nánar um fyrirlesturinn,  Börn og netmiðlar.

Hvers virði eru upplýs­ing­arnar um okkur og hvað greiðum við fyrir aðgang okkar að samfé­lags­miðlum? Skúli B. Geirdal fjöl­miðla­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Fjöl­miðla­nefnd fer hér yfir mikil­vægi þess að vera læs á upplýs­ingar og miðla í nútíma samfé­lagi. Hvernig virka algór­itmar samfé­lags­miðl­anna? Hvað þarf að hafa í huga varð­andi samskipti á netinu, áreiti frá ókunn­ugum og deil­ingu nekt­ar­mynda? Hvaða aldurstak­mörk eru á samfé­lags­miðlum og afhverju? Erindið byggir á niður­stöðum rann­sóknar Fjöl­miðl­nefndar og Menntavís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands um börn og netmiðla.