Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Á bolludaginn mega nemendur koma með bollur í nestinu og á sprengideginum er saltkjöt og baunir í matinn. Öskudagurinn verður með hefðbundnum hætti hjá okkur. Krakkarnir mæta í skólann kl. 8.30 og vonandi allir í einhverskonar búningum. Um kl. 9 er farið í íþróttahúsið þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni og á eftir kynna allir hvað þeir vilja vera samkvæmt búningnum. Á eftir fara krakkarnir í bæinn, heimsækja fyrirtæki og stofnanir, syngja fyrir starfsfólk og fá eitthvað gott í gogginn í staðinn.