Árshátíð skólans

Árshátíð skólans var haldin í Miklagarði föstudaginn 4. apríl. Eins og hefð er fyrir þá voru tvær sýningar í boði og voru þær báðar vel sóttar - takk fyrir komuna allir. 

Umsjónarkennarar leikstýrðu sínum árgöngum og annað starfsfólk kom með virkum hætti að árshátíðinni.

9. og 10. bekkur ásamt einum gestaleikara úr 8. bekk sýndu leikritið Emil í Kattholti og sáu Petra Sif, Sölvi og Urður um uppsetninguna.

Árshátíðin tókst vel enda allir búnir að leggja mikla vinnu í undibúninginn.