Árshátíð skólans 21. apríl

Ákveðið hefur verið að færa árshátíð skólans frá 26. mars til miðvikudagsins 21. apríl. Litlar líkur eru á að framkvæmd hátíðarinnar verði með sama hætti og áratugahefð er fyrir. Allavega verður boðið upp dagskrá með einhverju sniði en hversu margir mega mæta í hvert sinn ræðst mikið af stöðu mála gagnvart Covid.