Árshátíð Vopnafjarðarskóla var haldin rétt fyrir páska eða 31. mars síðastliðinn.
Tvær sýningar voru haldnar dagssýning og kvöldsýning og sýnt var fyrir fullu húsa á báðum sýningum.
Umsjónarkennarar leikstýrðu sínum árgöngum og annað starfsfólk kom með virkum hætti að árshátíðinni.
9. og 10. bekkur sýndu leikritið Glanni glæpur í Latabæ og Urður og Sölvi sáu um uppsetninguna.
Það er alltaf mikil spenna og eftirvænting í aðdraganda árshátíðar en jafnframt mikil gleði þegar sýningin er afstaðin og allt hefur tekist vel.
Árshátíðin tókst vel enda allir búnir að leggja mikla vinnu í undibúninginn.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.