Aðalbjörn lætur af störfum

Það var söguleg stund í skólanum þegar Aðalbjörn Björnsson skilaði lyklunum en hann lætur nú af störfum eftir 40 ára farsælt starf við skólann.

Aðalbjörn hóf störf við Vopnafjarðarskóla árið 1982 og var ráðinn yfirkennari/aðstoðarskólastjóri árið 1983. Hann tók síðan við starfi skólastjóra árið 1995 og lét af því starfi nú í ár.

Á þessum 40 árum hafa gríðarlegar breytingar átt sér stað í skólanum og Aðalbjörn hefur leitt allar þessar breytingar.

Hann var ötull baráttumaður fyrir  því að byggt yrði við skólann og þegar viðbyggingin var tekin í notkun breyttist mjög margt til hins betra.  Vopnafjarðaskóli var einn af fyrstu skólunum á landinum sem bauð upp á samfelldan skóladag samhliða mat í hádeginu og samfellu í skóla og frístundastarfi.

Starfsfólk og nemendur Vopnafjarðarskóla þakka Aðalbirni vel unnin störf og óska honum alls hins besta.

Sigríður Elva Konráðsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri og Svava Birna Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.