50 ára afmæli skóla við Lónabraut

Á miðvikudegi til föstudags, 15.-17. nóvember, brjótum við upp skólastarfið með þemavinnu.

Tilefnið er að 50 ár, 1967-2017, eru liðin síðan skólastarf var fært frá fallega barnaskólanum við Kolbeinsgötu í  glæsilega byggingu við Lónabraut, teiknaða af Sigvalda Thordarsyni, arkitekt frá Ljósalandi. 

Við viljum biðja fólk sem á í fórum sínum myndir og muni frá skólastarfi á þessum árum eða veit af slíku að láta okkur vita. Sérstaklega auglýsum við eftir myndum frá vígslu skólans 1967.

Þá viljum við bjóða Vopnfirðingum í afmæli og kaffiveislu á föstudaginn kl. 13.30-15:00.

Nemendur og starfsfólk Vopnafjarðarskóla