Góðgerðarviðburður - opið hús

13. nóvember frá kl. 15.30-17.00 endum við þemadagana með góðgerðaviðburði.
Það verður kaffihús og flóamarkaður og rennur allur ágóði til Hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Eingöngu verður tekið við peningum og enginn posi á staðnum.
Foreldrar og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir.