Bekkjarnámskrá 2014-2015

1. bekkur


Íslenska        Elín Dögg Methúsalemsdóttir
        
Lestur
Markmið
Nemandi:
•    efli málþroska og bæti málnotkun og málskilning
•    vinni með eigin frásagnir og sögur til lestrarörvunar
•    vinni verkefni sem stuðla að auknum orðaforða og málskilningi
•    þjálfi heyrnar- og sjónskyn
•    læri alla stafi, stóra og litla, og hljóð þeirra
•    taki sérstakt lesskimunarpróf sem spáir fyrir um hvort hann geti átt í lestrarerfiðleikum og fái viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið
•    kynnist rími og hrynjanda, bókstöfum, orðum og setningum
•    verði fær um að lesa léttan texta, einfaldar vísur og ljóð
•    þjálfi lesskilning með því að vinna fjölbreytt verkefni við hæfi
•    taki þátt í umræðum og hlusti á aðra
•    efli áhuga sinn á bókum og sögum, fari á bókasafn og skoði/lesi þar bækur
•    hafi náð 50 atkvæðum á mínútu að vori    
Leiðir
Verið er að innleiða Byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess þar sem lesinn er sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt. Unnið er með samþættingu íslensku við samfélagsfræði, myndmennt og tölvufræði.
Byrjendalæsi byggir á því að byrjað er að lesa gæðatexta fyrir nemendur þar sem rætt er um innihald textans og orðskýringar. Kennari kynnir síðan lykilorð fyrir nemendum sem inniheldur þá tvo bókstafi sem kenna á hverju sinni. Út frá gæðatextanum sem lesinn var eru síðan unnin fjölbreytt verkefni og spil og endað á því að vinna að enduruppbyggingu textans, hvort heldur sem er með endursögn, eigin sögugerð, leikþætti eða myndgerð.
Nemendur æfa sig daglega heima í lestri og lesa fyrir kennara í lestrarbók.
Nemendur lesa upphátt bæði eigin texta og annarra.
Kennari les framhaldssögu fyrir nemendur í hverjum nestistíma.
Yndislestrarstund eru flesta daga vikunnar þar sem nemendur lesa í bókum að eigin vali.
Námsefni
Gæðatextar af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.
Verkefna- og úrklippubókin mín.
Lestrarlandið
Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins. 
Sögubókin mín.

Námsmat
Vinna nemenda er metin jafnóðum með tilliti til stafa-, atkvæða- og  lestrarkunnáttu. 
Lesskimunarprófið Leið til læsis er lagt fyrir í október og eftirfylgnipróf þegar við á.
Lesskimunarprófið Læsi er lagt fyrir í nóvember, febrúar og apríl. Niðurstöður þeirra eru sendar til umsjónarmanna Byrjendalæsis við Háskólann á Akureyri sem yfirfara þær og senda upplýsingar um hvort/eða hvernig eigi að aðstoða einstaka nemendur við lestrarnámið.
Lestrar- og hraðapróf eru tekin í janúar og að vori en einnig geta einstakir nemendur tekið próf á öðrum tímum.
Einkunnargjöf er eftirfarandi:
50 atkvæði eða fleiri  = S/settu markmiði náð.
30-49 atkvæði = F/framvinda góð.
29 atkvæði eða færri = Þ/þarfnast frekari þjálfunar.
Símati verður beitt við önnur markmið.
Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn.

Skrift
Markmið
Nemandi:
•    þjálfi gróf- og fínhreyfingar
•    læri rétt tak á skriffæri og þekki skriftaráttina
•    læri að draga rétt til stafs jafnóðum og stafir eru lagðir inn
•    læri að skrifa rétt á línu
•    geri greinarmun á háum og lágum stöfum
•    geri greinarmun á stórum og litlum stöfum
•    skrái sjálfur, eða með aðstoð, frásagnir um atburði úr eigin lífi
•    skrái sjálfur, eða með aðstoð, sögur og ljóð
Leiðir
Áhersla er lögð á foræfingar í upphafi vetrar.
Jafnhliða innlögn í lestri er nemendum kennt að skrifa stafina og vinna með þá á margvíslegan hátt, t.d. að föndra, leira, spora, skrifa á stafablöð og í vinnubækur.
Notuð eru hjálpartæki til að aðstoða þau sem ekki hafa rétt tak á skriffæri.
Námsefni
Ýmis skriftarverkefni frá kennara.
Ítalíuskrift 1A/ 1B
Námsmat
Símat yfir veturinn.
Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn.
Athuguð eru eftirfarandi atriði: Upphaf stafs, rétt stafagerð, stafir sitji rétt á línu og að nemendur haldi rétt á skriffæri.
Kannanir í lok haust- og vorannar.

Móðurmál
Markmið
Nemandi:
•    fái tækifæri til að kynna vinnu sína og  tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum og foreldrum
•    sé hvattur til að tala skýrt og áheyrilega
•    fái tækifæri til að segja frá eigin reynslu
•    fái tækifæri til að nota leikræna tjáningu og taka þátt í stuttum leikþætti og/eða söngatriði
•    tengi saman mynd og texta, bæði munnlega og skriflega
•    fái tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt og leika sér með það t.d. með rími og orðaleikjum

Leiðir
Verið er að innleiða Byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess þar sem lesinn er sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Notaðir eru ýmsir leikir sem kennsluaðferð.
Nemendur vinna mismunandi verkefni í íslensku á vinnusvæðum. 
Nemendur teikna og skrifa eigin texta á atburðablöð og í sögubók.
Nemendur segja frá eigin reynslu.
Nemendur segja frá og lýsa ákveðnum hlutum.
Nemendur taka þátt í bekkjarkvöldum og árshátíð skólans
Námsefni
Gæðatextar af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.
Verkefna- og úrklippubókin mín.
Lestrarlandið vinnubók 1 og 2
Sögubókin mín.
Verkefni frá kennara.
Námsmat:
Símat yfir  veturinn. Í lok haust- og vorannar velja nemendur sögu úr sögubók sem metin verður.
Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn.


Stærðfræði        Elín Dögg Methúsalemsdóttir
                                  
Markmið
Nemandi:
•    vinni með tölugildin 0-100
•    leggi saman tölur og kynnist tákninu +
•    dragi frá og kynnist tákninu -
•    vinni með formin hring, þríhyrning og ferhyrning
•    vinni með hugtökin fleiri en, færri en, minni en, stærri en og jafnt og, einnig hugtökin fyrir framan, aftan, ofan, neðan, til hliðar og nálægt
•    noti stærðfræði í daglegu lífi þar sem leggja þarf saman, draga frá, margfalda eða deila til að finna lausn
•    segi frá því hvernig þeir leysa stærðfræðiverkefni og þjálfist í því að ræða lausnaleiðir sínar
•    leysi viðfangsefni í samvinnu við skólafélaga sína og þjálfist í því að ræða við þá um verkefnin
Leiðir
Stuðst verður við ýmis þemu sem tengjast daglegu lífi nemenda. Kennari leggur inn ný viðfangsefni fyrir nemendur eftir því sem þörf er á hverju sinni. 
Nemendur haldast í hendur í Sprota og fá aukaefni til að vinna í á eigin hraða. Nemendur vinna með og búa til ýmsa hluti. Þrautalausnir, rannsóknir og tilraunir teknar meira inn í daglega stærðfræði ásamt æfingu í notkun vasareikna. Vinna fer einnig fram á stöðvum, í spilum og tölvuforritum þar sem nemendur kafa misdjúpt í viðfangsefnin og velja sér verkefni eftir áhuga og getu.
Námsefni:
Sproti 1A  og 1B (nemendahefti og æfingahefti) 
Verkefni frá kennara
Námsmat
Kannanir eru í lok hvers kafla bókanna ásamt matshefti í lok vorannar.
Framfarir og vinnulag nemenda er metið jafnt og þétt.
Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn.


Samfélagsfræði/Náttúrufræði         Elín Dögg Methúsalemsdóttir
Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í að vinna með öðrum og skiptast á skoðunum
•    kynnist fjölbreyttum vinnubrögðum sem reyna á sköpunargleði og þjálfi hug og hönd
•    þjálfist í því að geta sett sig í spor annarra
•    þekki árstíðirnar, heiti vikudaga og mánaða
•    þekki líkama sinn, helstu líffræði og hlutverk þeirra.
•    geri sér grein fyrir því að við erum ekki öll eins og að fjölbreytileiki og mismunur er eðlilegur
•    geri sér grein fyrir mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu, hreyfa sig og gæta hreinlætis
•    beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
•    átti sig hvernig fjöll eru sýnd á landakorti
•    geti nafngreint nokkur íslensk fjöll
•    þjálfist í að skoða landakort og finna staði á því
•    auki orðaforða sinn og fletti upp lykilorðum
•    fái að vita að það eru bæði innræn öfl og útræn öfl sem móta landið og skapa fjöllin
•    Skilji að saga þjóðarinnar er samofin landinu og margar þjóðsögur tengjast fjöllum og íslenskri náttúru.
•    fái áhuga á eigin umhverfi og að hjá þeim kvikni löngun til að afla sér upplýsinga um fjöllin í  þeirra eigin umhverfi.
•    þekki helstu hátíðir og siði kristinna manna, einkum í nærsamfélaginu.
•    temji sér samskiptareglur sem byggja á kærleika, sáttfýsi, umburðarlyndi og umhyggju fyrir öðrum mönnum.
Leiðir
Unnið er eftir aðferðum Byrjendalæsis og samfélagsfræðiverkefnin notuð við stafainnlagnir og unnið í mikilli samþættingu við íslensku og myndmennt.
Vinnan fer fram á ýmsan hátt, s.s. í umræðum, verkefnum, tilraunum, vettvangsferðum og myndgerð. Vinna fer ýmist fram í einstaklings- eða hópavinnu,
Námsefni
Kennarabækur notaðar til grundvallar verkefnavinnu
Komdu og skoðaðu líkamann.
Komdu og skoðaðu umhverfið.
Íslensku húsdýrin.
Blómin á þakinu
Margskonar ítarefni frá kennara
Námsmat
Námsmat byggir að mestum hluta á áhuga og vandvirkni nemenda í tímum. Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn.
Einstaklings og hópverkefni nemenda eru metin. 


Myndmennt    Elín Dögg Methúsalemsdóttir

Markmið
Nemandi
•    þjálfi fínhreyfingar
•    efli sjálfstæða hugsun og sköpun
•    þekki frumlitina og geri einfaldar litablöndur
•    lýsi myndverki og skoðun sinni á því
•    þekki muninn á grunnformum og geti beit því í myndgerð
•    geri sér grein fyrir verðmæti þeirra efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni
•    skilji mikilvægi þess að ganga frá verkefnum, efnum og áhöldum
•    temji sér vandvirkni og vönduð vinnubrögð
Leiðir
Unnin ýmis verkefni ásamt því að unnið verður í samþættingu við aðrar greinar.
Námsmat
Símat


Tölvufræðsla    Elín Dögg Methúsalemsdóttir

Markmið 
Nemandi
•    læri að tengjast skólaneti inn á bekkjarsvæðið
•    komi reglulega í tölvustofu og noti þar tölvur og jaðartæki sem við þær eru tengdar
•    temji sér ákveðnar umgengisreglur í tölvustofu
•    geti kveikt á tölvum og náð í forrit sem þau eiga að nota
•    geti gengið rétt frá forritum og tölvu eftir notkun
•    geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu
•    læri staðsetningu stafa og talna á lyklaborði samhliða færni í lestri og stærðfræði
•    geti notað teikniforrit
•    geti notað kennsluforrit 
•    þjálfist í notkun spjaldtölvu.

Leiðir
Unnið er í tölvum í tölvustofu ásamt því að unnið er í spjaldtölvum í kennslustofu.
Námsefni 
Ýmis kennsluforrit og námsefni á vef.
Námsmat
Byggir á virkni og áhuga nemenda í tímum. Heimilisfræði         Berglind W. Árnadóttir
Markmið
Nemandi
    
•    temji sér að þvo sér um hendur áður en starf hefst í eldhúsi og sest er til borðs
•    kynnist einföldum eldhúsáhöldum
•    þekki dl-mál, msk. og tsk.
•    hjálpi til við tiltekt, hreingerningu, uppþvott og frágang
•    byrji að læra á fæðuhringinn
•    kynnist því hvaða fæðutegundir eru góðar og slæmar fyrir tennurnar og að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundir
•    leggi á borð og hugi að borðsiðum
•    fái að matreiða einfaldar uppskriftir

Námsefni
Gott og gaman – Heimilisfræði fyrir byrjendur, ásamt efni frá kennara..
Námsmat
Símat byggt á virkni, frammistöðu og hegðun í tímum.


Textílmennt    Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi
•    vinni með gínur
•    þjálfist í að klippa og lita í tengslum við textílverk
•    læri að nota flatt form og skreyta það með tölum og hnöppum
•    læri að þræða grófa nál og sauma þræði spor
•    kynnist saumavélinni og prufi að sauma
•    læri að vefja hnykil, snúa saman marglit bönd og búa til dúska
•    þræði ullar-, bómullar- og skrautgarn í grófan java
•    kynnist hekli
•    vinni með leður
•    fjalli um klæðnað fólks með tilliti til veðurs, starfa og tilefna
•    taki þátt í umræðum um fagurfræðileg sjónarmið í einfaldri mynd, s.s. lit, lögun, glaðlegt, hlýlegt, fallegt
Leiðir
Nemendur klippa út efni sem er skreytt með tölum og hnöppum. Það er síðan saumað á annað efni með þræði spori og notað sem efra borð í púða sem verður saumaður saman í saumavél. Sauma þvottastykki og húfu. Einnig vinna nemendur með prjónagarn þar sem þeir búa til vinabönd, dúska og hnykla. Hekla. Vinna með gínur og kynnast leðri. 
Námsefni
Verkefni frá kennara. 
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum.


Hönnun og smíði        Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi:
•    geri sér grein fyrir hættum í smíðastofunni og þekki umgegnis reglur hennar
•    geti unnið einn að lausn verkefna
•    geti notað málningu og  lakk.
•    kynnist hönnun og nytjalist
•    geti notað lím til samsetningar
•    geti búið til snið
Leiðir
Í  1. bekk eru nánast eingöngu skylduverkefni og lögð áhersla á smíði einfaldra verkefna.  Notuð eru einföld verkfæri og áhersla lögð á útsögun, pússun og málun.  Nemendur teikni sjálfir frjáls verkefni og njóti leiðsagnar kennara við útfærslu og vinnutilhögun.  Læri að halda utan um  teikningar og verkefni
Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.  .
Námsefni:  Hönnun og smíði, 1-4 bekkur.
Námsmat
Símat byggt á  vinnusemi og hegðun í tímum.


Íþróttir           Bjartur Aðalbjörnsson

Markmið  
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
•    gert æfingar sem reyna á þol
•    gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi
•    sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu.
•    sýnt nokkra boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum og -íþróttum
•    tekið þátt í stöðluðum prófum
Félagslegir þættir
•    unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum
•    skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum
•    gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans
Heilsa og efling þekkingar
•    skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun
•    útskýrt líkamlegan mun á kynjum
•    notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri áreynslu
•    þekkt heiti helstu líkamshluta, magn- og afstöðuhugtaka og hreyfinga
•    gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum
•    tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum
•    tekið þátt útivist og búið sig til útiveru með tilliti til veður. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu- og hjólaleiðir nærumhverfis.
Öryggis- og skipulagsreglur
•    farið eftir öryggis- , skipulags- og umgegnisreglna  íþróttahúsa og brugðist við óhöppum.

Leiðir
Námið fer að miklum hluta fram í leikjaformi en einnig með einföldum boltaæfingum, stöðvaþjálfun, hlaupum og keppnum. 
Námsmat
Um er að ræða símat á virkni í tímum sem gildir 60% af lokamati. Auk þess verður líkamsfar nemenda kannað að hausti og vori (nóvember og apríl) það er að segja þol, kraftur, hraði, liðleiki og færni.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati.  Í nóvember er einnig staðlað hreyfiþroskapróf sem nefnist MOT 4-6 en það próf könnunarpróf til að meta hreyfiþroska og er ekki hluti af einkunn.

Sund        
Markmið
•    Að nemendur:
•    Þjálfist í ýmsum æfingum og leikjum sem þroska til dæmis  jafnvægisskyn, snertiskyn og samspil skynfæra ásamt því að efla líkamsþol, kraft og hraða.
•    Tileinki sér samþættingu fjölbreyttra hreyfinga s.s. að beygja hné og kreppa ökkla.
•    Nái tökum á fjölbreyttum æfingum sem reyna á samspil skynfæra  s.s. öndunaræfingum, inn- og útöndun 10 sinnum, flotæfingum á bringu og baki með eða án hjálpartækja, skriðssundsfótatökum  með eða án hjálpartækja,  göngu með andlit í kafi a.m. k. 2,5 m. 
•    Kynnist og tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru.
•    Læri að umgangast sundstað á öruggan hátt.
•    Tileikni sér hreinlæti fyrir og eftir sundiðkun.
•    Upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni.

Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund:  S=settu marki náð, F=framvinda góð og Þ=þarfnast frekari þjálfunar.   

 

 

2. bekkur


Íslenska     Ása Sigurðardóttir

Lestur
Markmið
Nemandi:
•    efli málþroska sinn og bæti  málnotkun og málskilning
•    þjálfi lestrarhraða og lesskilning
•    kynnist rími, hrynjanda, bókstöfum, orðum og setningum
•    vinni með eigin frásagnir og sögur sem örva hann til lestrar
•    auki orðaforða og málskilning með fjölbreyttum verkefnum 
•    fái tækifæri til að lesa bækur við hæfi, bæði að eigin vali og sem kennari velur 
•    taki þátt í umræðum og hlusti á aðra
•    efli áhuga sinn á bókum og sögum
•    geti lesið sér til gagns og ánægju
•    læri vísur og ljóð utanbókar til söngs
•    hafi náð 100 atkvæðum á mínútu að vori
Leiðir
Verið er að innleiða Byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess þar sem lesinn er sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Nemendur æfa sig daglega heima í lestri og lesa fyrir kennara í lestrarbók.
Nemendur lesa upphátt bæði eigin texta og annarra.
Kennari les framhaldssögu fyrir nemendur í hverjum nestistíma.
Yndislestrarstund eru flesta daga vikunnar þar sem nemendur lesa í bókum að eigin vali.
Námsefni
Gæðatextar af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.
Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins. 
Sögubókin mín.
Námsmat
Könnun á lestrarhraða (atkvæði) er fjórum sinnum á vetri, í október, janúar, mars og maí. 
Lesskimunarprófið Leið til læsis verður lagt fyrir.
Lesmál könnun tengd byrjendalæsi. 
Lesskilningspróf er tekið að vori.
Einkunnargjöf er eftirfarandi:
100 atkvæði eða meira - S= settu markmiði náð.
70-100 atkvæði - F= framvinda góð.
 Færri en 70 atkvæði - Þ = þarfnast frekari þjálfunar.
Símati verður beitt við önnur markmið.

Skrift            
Markmið
Nemandi:
•    þjálfi gróf- og fínhreyfingar
•    temji sér rétt tak á skriffæri
•    temji sér réttar vinnustellingar
•    dragi rétt til stafs
•    geri greinarmun á háum og lágum stöfum 
•    geri greinarmun á stórum og litlum stöfum
•    hafi hæfilegt bil á milli stafa og orða
•    geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vanda sig í ritun
Leiðir
Nemendur skrifa og vinna í verkefna- og úrklippubækur.
Nemendur skrifa í skriftarbækur í skóla.
Notuð eru hjálpartæki til að aðstoða þau sem ekki hafa rétt tak á skriffæri.
Nemendur skrifa í bækur með hjálparlínum.
Námsefni
Ítalíuskrift 2A og 2B
Skrift 2.
Námsmat
Símat yfir veturinn.
Athuguð eru eftirfarandi atriði: Upphaf stafs, rétt stafagerð, stafir sitji rétt á línu, hæfilegt stafa- og orðabil, að nemendur haldi rétt á skriffæri og réttar vinnustellingar.
Við annarskil í janúar og maí skoða nemendur skriftarbókina sína ásamt kennara og velja þau verkefni sem á að meta.

Móðurmál
Markmið
Nemandi:
•    auki orðaforða sinn og málskilning
•    skrifi eigin texta og lesi upp 
•    tengi saman mynd og texta bæði munnlega og skriflega
•    lesi texta og geti unnið verkefni tengd honum
•    þjálfist í að stafsetja rétt með því að vinna margvísleg ritunarverkefni
•    vinni með íslenskuna á fjölbreyttan hátt
•    læri að þekkja hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning
•    fái tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt
•    kynnist hugtökunum samheiti, andheiti, sérnöfn og samnöfn
•    skrifi sérnöfn með stórum staf
•    átti sig á mun sérhljóða og samhljóða 
•    vinni með ljóð á marga vegu
•    fái tækifæri til að semja sögur og ljóð og skrifi sjálfur eða með aðstoð
•    fái tækifæri til að segja frá eigin reynslu
•    fái tækifæri til að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum
•    læri að fara eftir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu

Leiðir
Verið er að innleiða Byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess þar sem lesinn er sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur vinna verkefni við hæfi. Áhersla er lögð á það að hafa vinnuna sem fjölbreyttasta. Nemendur teikna og skrifa eigin texta í sögubók og lesa fyrir bekkinn. Nemendur segja frá eigin reynslu. Notaðir eru ýmsir leikir sem kennsluaðferð. Nemendur vinna mismunandi verkefni í íslensku á vinnustöðvum. Nemendur vinna með texta ljóða á ýmsa vegu og semja eigin ljóð. Vikulega eru haldnir bekkjarfundir þar sem ákveðin málefni eru rædd.
Námsefni
Gæðatextar af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.

Sögubókin mín
Aukaverkefni við hæfi hvers og eins:
-    Ás 
-    Ritrún 1 
-    Græni blýanturinn
-    Verkefni frá kennara 
Námsmat
Símat yfir veturinn.
Nemendur vinna í námsmatshefti við annarlok.


Stærðfræði        Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi
•    þekki grunnhugtök stærðfræðinnar
•    geti yfirfært hluti úr stærðfræðinni á daglegt líf, m.a. að vinna með kennslupeninga
•    skilji fjöldahugtakið bak við hverja tölu og sætisgildi þeirra (einingar, tugir og hundruð)
•    vinna með samlagningu og frádrátt á margvíslegan hátt, m.a. að geyma og taka til láns
•    geri sér grein fyrir hvað margföldun felur í sér og læri að margfalda
•    kynnist deilingu og notkun vasareiknis, læri á klukku og geti framkvæmt mælingar
•    vinni með öðrum að lausn þrauta, ræði um og prófi mismunandi lausnarleiðir og skýri lausnarferli sitt fyrir öðrum
Leiðir
Stuðst verður við ýmis þemu sem tengjast daglegu lífi nemenda. Hver nemandi áætlar vinnu vikunnar ásamt kennara. Kennari leggur inn ný viðfangsefni fyrir nemendur eftir því sem þörf er á hverju sinni. Nemendur vinna með og búa til ýmsa hluti. Þrautalausnir, rannsóknir og tilraunir teknar meira inn í daglega stærðfræði ásamt æfingu í notkun vasareikna. Vinna fer einnig fram á verkstæðum, í spilum og tölvuforritum þar sem nemendur kafa misdjúpt í viðfangsefnin og velja sér verkefni eftir áhuga og getu.
Námsefni
Sproti 2a og 2b 
Í undirdjúpunum, samlagning
Í undirdjúpunum, frádráttur
Verkefni fyrir vasareikni og fleiri verkefni sem henta hverju sinni.
Námsmat
Formlegt námsmat verður reglulega yfir veturinn sem gildir í lokaeinkunn
Nemendur vinna í námshefti við annarlok.
Framfarir og vinnulag nemenda er metið jafnt og þétt. 
Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn
 
Samfélagsfræði/Náttúrufræði         Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi:
•    geri sér grein fyrir því hvað felst í því að Ísland er eyja.
•    geti lýst ströndum út frá lögun.
•    geti lýst hvað felst í orðunum „flóð og fjara“
•    gera sér grein fyrir að aðstæður í sjónum og við ströndina eru margbreytilegar og lífríkið sömuleiðis
•    átti sig á samspil manns og náttúru, einkum þegar litið er til íbúa sjávarþorps
•    kynnist störfum í sjávarútvegi og mikilvægi hans
•    geri sér grein fyrir að í hafinu eru miklar auðlindir
•    kynnist helstu kenningum um það hvernig plöntur og dýr bárust til landsins
•    fræðist um breytingar sem orðið hafa á náttúru Íslands fram til vorra daga
•    kynnist sögu nokkurra landnámsmanna úr hverjum landsfjórðungi.
•    þjálfist í að vinna með öðrum og skiptast á skoðunum
•    geti lýst áhrifum sólarljóss á umhverfi sitt, hitastig og lífríki
•    þekki að jörðin er hluti af stóru sólkerfi, reikistjörnum, sól og tunglum
•    getu lýst á einfaldan hátt hvernig hreyfingar jarðar orsaka dag og nótt, árstíðir og sjávarföll
•    geti tengt dægra- og árstíðarskipti hreyfingu sólar og jarðar.
•    kynnist fjölbreyttum vinnubrögðum sem reyna á sköpunargleði og þjálfi hug og hönd
•    þjálfist í því að geta sett sig í spor annarra
•    
Leiðir
Verið er að innleiða Byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess þar sem lesinn er sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Vinnan fer fram á ýmsan hátt, s.s. í umræðum, verkefnum, tilraunum, vettvangsferðum og myndgerð. Vinna fer ýmist fram í einstaklings- eða hópavinnu,
Hluti verkefna verða byggð á þemavinnu. Áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð og samþættingu við aðrar námsgreinar.
Námsefni
Kennarabækur notaðar til grundvallar verkefnavinnu
Komdu og skoðaðu land og þjóð
Komdu og skoðaðu eldhúsið
Blómin á þakinu
Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera 
Margskonar ítarefni frá kennara
Námsmat
Námsmat byggir að mestum hluta á áhuga og vandvirkni nemenda í tímum. Hegðun og virkni gildir að minnsta kosti 15% af einkunn.
Einstaklings og hópverkefni nemenda eru metin. 


Lífsleikni             Ása Sigurðardóttir
Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt.
•    geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim og geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins.
•    geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða.
•    virði leikreglur í hópleikum.
Leiðir
Bekkjarfundir eru haldnir einu sinni í viku, ýmist formlegir eða óformlegir í heimakrók.
Rætt er saman um atvik sem upp geta komið í samskiptum þeirra á milli, hvort sem er tilbúin eða raunveruleg, og fundið lausnir að því hvernig hægt er að bregðast við þeim.
Farið í hlutverkaleiki.
Námsefni
Spor 1-3.
Efni frá kennara.
Námsmat
Símat í tímum, byggt á áhuga og þátttöku í verkefnum.


Myndmennt    Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi
•    þjálfi fínhreyfingar
•    efli sjálfstæða hugsun og sköpun
•     þekki frumlitina og einfaldar litablöndur
•     þekki áferð og geta beitt mismunandi áferð í myndverki
•    að nemendur temji sér vandvirkni og vönduð vinnubrögð
Námsefni
Unnið verður með fjölbreytileg efni og verkfæri.
Námsmat
Vinna nemenda verður metin eftir áhuga, sköpunargleði og vandvirkni í tímum.Tölvufræðsla       Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi
•    læri að tengjast skólaneti inn á bekkjar svæðið
•    komi reglulega í tölvustofu og noti þar tölvur og jaðartæki sem við þær eru tengdar
•    temji sér ákveðnar umgengisreglur í tölvustofu
•    geti kveikt á tölvum og náð í forrit sem þau eiga að nota
•    geti gengið rétt frá forritum og tölvu eftir notkun
•    geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu
•    læri staðsetningu stafa á lyklaborði samhliða færni í lestri og stærðfræði
•    geti notað teikniforrit
•    læri að vista skjal og prenta
•    geti ritað texta í ritvinnslu, vistað skjal og prentað
•    geti nýt sér efni af margmiðlunardiskum eða af neti sem hæfir þessum aldurshópi
•    Ipad – nemendur vinna ýmis verkefni tengd upplýsingatækni, kynnast tækinu og læra að nota ýmis öpp
Námsefni 
Ýmis kennsluforrit og námsefni á vef
Leiðir
Nemendur komi í tölvustofu einu sinni í viku og þar unnið ýmis verkefni, hver fær sinn Ipad og vinnur verkefni sem kennari setur fyrir.
Námsmat
Byggir á virkni og áhuga nemenda í tímum. 

Heimilisfræði         Berglind W. Árnadóttir
Markmið
•    þekkja einföld eldhúsáhöld sem unnið er með
•    læra að flokka í fæðuhringinn
•    læra hvaðan fæðan kemur
•    huga að persónulegu hreinlæti
•    huga að umgengni við umhverfið
•    baka úr gerdeigi
•    elda einfalda rétti
•    leggja á borð og huga að borðsiðum
•    huga að hollu nesti og réttum

Námsefni
Hollt og gott, heimilisfræði fyrir 2. bekk.
Námsmat
Í hverjum tíma metinn áhugi, verkfærni og ástundun.


Textílmennt    Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi
•    vinni með gínur
•    geri tilraunir með fingraprjón og læri að prjóna
•    saumi með krosssaum í java
•    læri að ganga frá enda
•    saumi nokkur einföld útsaumsspor
•    fjalli um þrívítt form
•    læri að hekla
•    vinni með leður
•    saumi í saumavél
•    þjálfist í að meta eigin verk
•    geri sér grein fyrir textílvinnuferli, þ.e. hvernig lítil hugmynd verður að fullunnu verki
•    þjálfist í að nota hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefnum greinarinnar
•    skoði íslenska ull og þau áhöld sem notuð hafa verið við vinnslu ullar
Leiðir
Nemendur saumi einfalda hluti í saumavél. Sauma krosssaum í java og læri að prjóna fingraprjón. Vinni með gínur. Hekla. Vinna með leður. 
Námsefni
Verkefni frá kennara.
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum.


Hönnun og smíði        Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi: 
•    geri sér grein fyrir hættum í smíðastofunni og þekki umgegnis reglur sem þar gilda
•    geti unnið einn að lausn verkefna
•    geti notað málningu og  lakk.
•    kynnist hönnun og nytjalist
•    geti notað lím og nagla til samsetningar
•    sýni aðgæslu í umgengni við verkfæri
•    hafi þroskað með sér þolinmæði til vandarðar vinnu.

Leiðir
Í 2. bekk eru nánast eingöngu skylduverkefni og lögð áhersla á smíði einfaldra verkefna.  Notuð eru einföld verkfæri og áhersla lögð á útsögun, pússun og málun. Nemendur teikni sjálfir frjáls verkefni og njóti leiðsagnar kennara við útfærslu og vinnutilhögun.  Læri að halda utan um teikningar og verkefni.
Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.
Námsefni 
Hönnun og smíði, 1-4. bekkur.
Námsmat
Símat byggt á vandvirkni, vinnusemi og hegðun í tímum.Íþróttir        Bjartur Aðalbjörnsson

Markmið
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
•    gert æfingar sem reyna á þol
•    gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi
•    sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu.
•    sýnt nokkra boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum og -íþróttum
•    tekið þátt í stöðluðum prófum
Félagslegir þættir
•    unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum
•    skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum
•    gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans
Heilsa og efling þekkingar
•    skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun
•    útskýrt líkamlegan mun á kynjum
•    notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri áreynslu
•    þekkt heiti helstu líkamshluta, magn- og afstöðuhugtaka og hreyfinga
•    gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum
•    tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum
•    tekið þátt útivist og búið sig til útiveru með tilliti til veður. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu- og hjólaleiðir nærumhverfis.
Öryggis- og skipulagsreglur
•    farið eftir öryggis- , skipulags- og umgegnisreglna  íþróttahúsa og brugðist við óhöppum.

Leiðir
Námið fer að miklum hluta fram í leikjaformi en einnig með stöðvaþjálfun, einföldum boltaæfingum, hlaupum og keppnum.
Námsmat
Um er að ræða símat á virkni í tímum sem gildir 60% af lokamati. Auk þess verður líkamsfar nemenda kannað að hausti og vori (nóvember og apríl) það er að segja þol, kraftur, hraði, liðleiki og færni.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati.


Sund
Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í ýmsum æfingum og leikjum sem þroska til dæmis  jafnvægisskyn, snertiskyn og samspil skynfæra ásamt því að efla líkamsþol, kraft og hraða.
•    tileinki sér samþættingu fjölbreyttra hreyfinga s.s. að beygja hné og kreppa ökkla.
•    nái tökum á fjölbreyttum æfingum sem reyna á samspil skynfæra og samhæfingu hreyfinga s.s. marglyttufloti með því að rétta úr sér, spyrnu frá bakka og rennsli með andlit í kafi a.m.k. 2,5 m., hoppi af bakka í grunna laug, 10 m. bringusundsfótatökum með eða án hjálpartækja, 12m baksundsfótatökum með eða án hjálpartækja,  12 m. skriðssundi með eða án hjálpartækja.  
•    kynnist og tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru.
•    læri að umgangast sundstað á öruggan hátt.
•    tileinki sér líkamlegt hreinlæti fyrir og eftir sundiðkun.
•    upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni.
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund.  S=settu marki náð, F=framvinda góð og Þ=þarfnast frekari þjálfunar.   

 

3. bekkur

 
Íslenska     Anna Pála Víglundsdóttir

Lestur
Markmið
Nemandi:
•    vinni fjölbreytt verkefni sem stuðla að auknum orðaforða og málskilningi.
•    örvist til að lesa með því að vinna með eigin frásagnir og annarra.
•    fái tækifæri til að lesa ýmsar tegundir texta við hæfi.
•    auki lestrarhraða sinn og efli lesskilning með fjölbreyttum verkefnum.
•    fái tækifæri til að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim.
•    þjálfist í upplestri, bæði undirbúinn og óundirbúinn.
•    þjálfist í að velja sér bækur af skólasafni til að lesa sér til ánægju.
•    taki þátt í umræðum og hlusti á aðra.
•    þjálfist í að ræða um bókmenntaverk sem hann hefur hlustað á.
•    geri sér grein fyrir hugtökum eins og söguþráður og sögulok.
•    efli áhuga sinn á bókum og sögum og geti lesið sér til gagns og ánægju.
•    hafi náð 150 atkvæðum á mínútu að vori.
Leiðir
Verið er að innleiða byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess. Lesin sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Daglegur lestur heima og lesa fyrir kennara í lestrarbók. Nemendur lesa upphátt fyrir aðra, bæði eigin texta og annarra. 
Samlestur, þ.e. allir lesa og fylgjast með í sömu bók. 
Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í lestrarhraða og lesi áheyrilega.
Kennari les framhaldssögu fyrir nemendur í nestistímum.
Yndislestrarstund eru flesta daga vikunnar þar sem nemendur lesa í bókum að eigin vali.
Námsefni
Gæðatexti af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.
Lesum meira saman.
Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins. 
Námsmat
Könnun á lestrarhraða (atkvæði) er tvisvar sinnum á vetri, í janúar og maí. Einnig geta nemendur tekið kannanir á öðrum tímum ef þörf þykir á.
Einkunnargjöf er eftirfarandi:
150 atkvæði eða fleiri - S= settu markmiði náð.
120-150 atkvæði - F= framvinda góð.
Færri en120 atkvæði - Þ = þarfnast frekari þjálfunar.
Lesskilningspróf LH60 er tekið að vori.
Símati verður beitt við önnur markmið.

Skrift                     
Markmið
Nemandi:
•    nái tökum á að draga rétt til stafs.
•    temji sér að nota þá skriftargerð sem honum hefur verið kennd.
•    þjálfist í tengingum stafa.
•    geri greinarmun á háum og lágum stöfum.
•    geri greinarmun á stórum og litlum stöfum.
•    hafi hæfilegt bil á milli stafa og orða.
•    temji sér læsilega og áferðarfallega rithönd og góðan frágang.
Leiðir
Nemendur skrifa í sérstakar skriftarbækur og vinna einnig skriftaræfingar heima í nokkur skipti yfir veturinn.
Námsefni
Skrift 3
Ítalíuskrift 2A og 2B.
Ítalíuskrift 3A og 3B.
 Annað námsefni við hæfi hvers og eins.
Námsmat
Símat yfir veturinn.
Athuguð eru eftirfarandi atriði: Upphaf stafs, rétt stafagerð, stafir sitji rétt á línu, tengingar séu réttar, hæfilegt stafa- og orðabil, að nemendur haldi rétt á skriffæri og góður frágangur. 
Á matsdögum við annarskil skoða nemendur skriftarbókina sína ásamt kennara auk þess að vinna stutt skriftarverkefni í námsmatshefti.

Móðurmál
Markmið
Nemandi:
•    auki orðaforða sinn og efli málskilning.
•    þjálfist í að þekkja og greina samheiti, andheiti, sérnöfn og samnöfn.
•    átti sig á fallbeygingu nafnorða.
•    geri sér nokkra grein fyrir orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð.
•    átti sig á að setningar byrji á stórum staf og enda á punkti.
•    kannist við hvaða orðmynd er uppflettimynd nafnorðs og geti nýtt sér það við notkun orðabóka.
•    lesi texta og geti unnið verkefni tengd honum.
•    endursegi efni sem hann hefur hlustað eða horft á.
•    þjálfist í að lýsa hlutum og athöfnum í nánasta umhverfi í rituðu máli.
•    æfist í að semja sögur og ljóð.
•    geti rökstutt mál sitt.
•    fái tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt.
Leiðir
Gæðatexti af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.
Nemendur skrifa eigin texta í sögubók og lesa fyrir bekkinn. 
Bekkjarfundir þar sem ákveðin málefni eru rædd og eru nemendur hvattir til þess að segja frá eigin reynslu. 
Notaðir eru ýmsir leikir og spil sem kennsluaðferð.
Námsefni
Sögubók.
Ritrún 2.
Lesum meira saman (vinnubók).
Græni blýanturinn.
Blái blýanturinn.
Tvistur
Sitt af hverju I og II (lesskilningsverkefni).
Verkefni frá kennara.
Námsmat
Símat yfir veturinn. 
Nemendur vinna kannanir yfir veturinn eftir því sem kennarinn telur þörf á. Námsmatshefði eru unnin við annarlok í janúar og maí.


Stærðfræði                Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    þekki grunnhugtök stærðfræðinnar.
•    geti yfirfært hluti úr stærðfræðinni á daglegt líf.
•    þjálfist í að vinna með öðrum að lausn þrauta og sé fær um að skýra lausnaferli sitt fyrir öðrum.
•    þjálfist í því að lesa á klukku, hvort sem er tölvuúr eða klukku með skífu, og lesa út úr tímatöflum.
•    leggi mat á hvaða mælieiningar eru heppilegastar til að mæla tiltekna hluti.
•    kynnist margföldunartöflunni og æfist í að nota hana.
•    þjálfist í að nota mismunandi hjálpargögn við lausn verkefna.
•    kynnist mismunandi reikniaðferðum sem nota má við útreikninga með tveggja og þriggja stafa tölum.
Námsefni
Eining 5. 
Eining 6.
Sproti 3A og 3B (nemendahefti og æfingahefti).
Við stefnum á margföldun.
Í undirdjúpum – margföldun.
Stærðfræðisögur.
Aukaefni við hæfi hvers og eins.
Leiðir
Nemendur fylgjast að í Einingu en tekið er tillit til getu hvers og eins og verkefnum sleppt eða aukið við eftir því sem við á.
Stuðst verður við ýmis þemu sem tengjast daglegu lífi nemenda. 
Þrautalausnir, rannsóknir og tilraunir teknar inn í daglega stærðfræði ásamt æfingu í notkun vasareikna. 
Námsmat
Símat yfir veturinn.
Nemendur taka litlar kannanir í kaflalok í Einingu.
Námsmatshefti eru unnin við annarlok í janúar og maí.
Skimunarprófið ,,talnalykillinn“ verður lagður fyrir.
ýjar aðferðir á töflu og nemendur vinna í framhaldi af því í bækurnar, ýmist  
 


Samfélagsfræði/Náttúrufræði         Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir
Náttúrufræði
Markmið
Nemendur
•    kynnist landbúnaðarstörfum.
•    þekki landbúnaðarafurðir.
•    kynnist algengustu húsdýrunum á Íslandi.
•    geti flokkað lífverur eftir auðsjáanlegum einkennum svo sem spendýr, rándýr, jórturdýr, klaufdýr og hófdýr.
•    skoði og ræði um afleiðingar árstíðarbreytinga í íslenskri náttúru.
•    kannist við dýra- og sveitavísur.
•    þjálfist í fjölbreyttum vinnuaðferðum.
•    þekki til upphafs og þróunar mannsins.
•    þjálfist  í umfjöllun um tímann og tímatal.
•    fái örlítið að vita um ólík menningarsvæði á nokkrum stöðum og á mismunandi tíma.
•    þekki til nokkurra sögulegra fornminja.
•    átti sig á þróun sögunnar allt frá frumstæðum, einangruðum samfélögum manna til nútíma tæknisamfélaga.
•    þekki sögulegar byggingar í heimabyggð sinna og kunni sögur af þeim.
•    að  nemendur þekki sögu þorpsins áður en götuheiti komu til sögunnar.
•    að nemendur þekki nöfn eldri húsa í þorpinu.
Leiðir
Unnið verður með efnið á fjölbreyttan hátt, bæði einstaklingsvinna og hópvinna.
Leitast verður við að tengja myndmennt inn í námsefnið eins og kostur er.
Farið í heimsókn í minjasafnið á Bustarfelli og unnin verkefni í tengslum við heimsóknina.
Námsefni
Í sveitinni með Æsu og Gauta.
Námsmat
Virkni í tímum, verkefnavinna.

Saga
Markmið
Nemendur
•    læri sögur af fundi Íslands og nokkrum landnámsmönnum, þar á meðal í heimabyggð.
•    kynnist og lesi kafla úr Landnámu, Íslendingabók og Íslendingasögum.
•    fjalli um ferðir víkinga.
•    kynnist lífhlaupi Leifs Eiríkssonar.
•    læri um siglingar og langferðir t.d. norrænna manna til Grænlands og Vesturheims.
•    geti nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíkt í húsnæði, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði.
•    skilji mikilvægi umhverfisþátta fyrir búsetu og lífsafkomu þjóðarinnar nú og áður fyrr.
•    þekki til búferlaflutninga Íslendinga til annarra landa og gera sér grein fyrir mikilvægi samskipta Íslands við útlönd.
•    kynnist helstu trúarhátíðum mismunandi trúarbragða.
Leiðir
Unnið verður með efnið á fjölbreyttan hátt, bæði einstaklingsvinna og hópvinna.
Námsefni
Leifur Eiríksson - á ferð með Leifi heppna og ýmislegt frá kennara.
Námsmat
Virkni í tímum og verkefnavinna.


Enska             Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    geti haft eftir söngva, rím o.fl sem unnið hefur verið með í náminu.
•    geti tekið þátt í samskiptum í kennslustofunni, þ.e. kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað fyrir sig.
•    skilji félaga sína í samskiptum í kennslustundum.
•    læri ensk orð yfir liti, dýr, föt, tölur og líkamshluta.
Leiðir
Námið fer fram í gegnum spjall, leiki og söngva.
Námsefni
Verkefni frá kennara.
Námsmat
Símat í tímum, byggt á áhuga og þátttöku í verkefnum.

    
Lífsleikni             Anna Pála Víglundsdóttir
Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt.
•    geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim og geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins.
•    geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða.
•    virði leikreglur í hópleikum.
Leiðir
Bekkjarfundir eru haldnir einu sinni í viku, ýmist formlegir eða óformlegir í heimakrók.
Rætt er saman um atvik sem upp geta komið í samskiptum þeirra á milli, hvort sem er tilbúin eða raunveruleg, og fundið lausnir að því hvernig hægt er að bregðast við þeim.
Farið í hlutverkaleiki.
Námsefni
Spor 4
Efni frá kennara.
Námsmat
Símat í tímum, byggt á áhuga og þátttöku í verkefnum.


Myndmennt        Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    þjálfi fínhreyfingar.
•    efli sjálfstæða hugsun og sköpun.
•    þekki frumlitina og einfalda litablöndur.
•    þekki grunnformin og verkun þeirra í umhverfinu.
•    geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum.
•    geri sér grein fyrir að litir hafa mismunandi áhrif, t.d. heitir og kaldir.
•    vinni myndverk á mismunandi tegundir pappírs.
•    þekki einn til tvo íslenska listamenn og verk hans/þeirra.
•    temji sér vandvirkni og vönduð vinnubrögð.
Námsefni
Ýmis verkefni frá kennara.. Námsmat
Símat yfir veturinn


Tölvufræðsla         Anna Pála Víglundsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    komi reglulega í tölvustofu og noti þar tölvur og jaðartæki sem við þær eru tengdar.
•    temji sér ákveðnar umgengisreglur í tölvustofu.
•    geti kveikt á tölvum og náð í forrit sem hann á að nota.
•    geti gengið rétt frá forritum og tölvu eftir notkun.
•    geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu.
•    læri staðsetningu stafa á lyklaborði samhliða færni í lestri og stærðfræði.
•    temji sér að nota rétta fingrasetningu.
•    geti notað teikniforrit.
•    læri að vista skjal og prenta.
•    geti ritað texta í ritvinnslu, vistað skjal og prentað.
•    geti nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða af neti sem hæfir þessum aldurshópi.
•    þjálfist í lestri á tölvutæku formi.
Námsefni 
Ýmis kennsluforrit og námsefni á vef.
Leiðir
Nemendur komi í tölvustofu einu sinni í viku og vinni verkefni.
Námsmat
Byggir á virkni og áhuga nemenda í tímum. 


Heimilisfræði        Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í notkun á viðeigandi áhöldum.
•    fái þjálfun í að þvo upp og hreinsa áhöld.
•    geti mælt í heilu og hálfu með dl-máli, msk. og tsk. 
•    læri að fara eftir myndrænum og einföldum skriflegum uppskriftum.
•    læri að hreinsa og brytja ávexti og grænmeti með hníf.
•    hugi að því hvernig hollt mataræði er.
•    hugi að persónulegu hreinlæti.
•    leggi á borð og hugi að borðsiðum.
•    temji sér að nota lítið af efnum sem spilla umhverfi (sápu, pappír, umbúðum).
•    geti sýnt hjálpsemi og tillitssemi.
Námsefni
Hollt og gott 2.
Verkefni frá kennara.
Námsmat 
Í hverjum tíma er metinn umgengni, ástundun og verkfærni. 


Textílmennt        Heiðbjört Antonsdóttir         
Markmið
Nemandi:
•    þekki frumlitina og frumformin.
•    fái innsýn í efni og áhöld sem notuð eru við sníðavinnu.
•    teikni eftir fyrirmælum og búi til einfalt snið.
•    vinni með gínur.
•    vinni með tvöfalt efni, klippi og saumi saman.
•    kynnist helstu hlutum saumavélarinnar.
•    saumi einfaldar flíkur í saumavél.
•    vinni eftir leiðbeiningum frá kennara og tileinki sér nokkur hugtök textílgreinarinnar.
•    læri að prjóna.
•    læri að hekla.
•    vinni með leður.
•    efli þekkingu sína á verklegum greinum.
•     tjái sig um litaval.
•    skoði eigin verk og annarra og ræði um þau út frá fagurfræði.
Leiðir
Nemendur puttaprjóna. 
Nemendur hanna einföld föt á gínu bæði úr pappír og efni sem þeir sníða og sauma síðan í saumavél. 
Unnið verður með leður. 
Heklað og prjónað.
Námsefni
Hannyrðir í 3. – 6. bekk. 
Verkefni frá kennara. 
Námsmat
Símat byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum.


Hönnun og smíði        Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi:
•     geri raunhæfar kröfur til eigin getu og færni.
•    geti sett umhverfi smíðastofunar í samhengi við daglegt líf sitt.
•    sýni vinnu og viðhorfum annarra virðingu.
•    gangi vel um og geti þrifið vinnuumhverfi sitt skipulega.
•    geri sér grein fyrir mikilvægi þess að gera sitt besta.
•    geti notað helstu sagir á réttan hátt.
•    geti fest lárétt og lóðrétt í hefilbekk.
•    geti notað helstu mælitæki.
•    kunni að sverfa, raspa og draga út nagla.
•    geti notað sandpappír sem hæfir efni.
•    hafi unnið að hugmyndavinnu.
•    geti gert einfalda teikningu í tvívídd af smíðisgrip sínum í raunstærð.
Leiðir
Í 3. bekk eru nánast eingöngu skylduverkefni og lögð áhersla á smíði einfaldra verkefna.  
Notuð eru einföld verkfæri og áhersla lögð á útsögun, pússun, neglingu og sögun. Læri að halda utan um teikningar og verkefni.
Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.
Námsefni 
Hönnun og smíði, 1-4. bekkur.
Námsmat
Símat byggt á vandvirkni, vinnusemi og hegðun í tímum.


Íþróttir        Bjartur Aðalbjörnsson

Markmið  
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
•    gert æfingar sem reyna á þol
•    gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi
•    sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu.
•    sýnt nokkra boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum og -íþróttum
•    tekið þátt í stöðluðum prófum
Félagslegir þættir
•    unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum
•    skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum
•    gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans
Heilsa og efling þekkingar
•    skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun
•    útskýrt líkamlegan mun á kynjum
•    notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri áreynslu
•    þekkt heiti helstu líkamshluta, magn- og afstöðuhugtaka og hreyfinga
•    gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum
•    tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum
•    tekið þátt útivist og búið sig til útiveru með tilliti til veður. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu- og hjólaleiðir nær umhverfis.
Öryggis- og skipulagsreglur
•    farið eftir öryggis- , skipulags- og umgegnisreglna  íþróttahúsa og brugðist við óhöppum.

Leiðir
Námið fer að miklum hluta fram í leikjaformi en einnig með stöðvaþjálfun, einföldum boltaæfingum, hlaupum og keppnum,
Námsmat
Um er að ræða símat á virkni í tímum sem gildir 60% af lokamati. Auk þess verður líkamsfar nemenda kannað að hausti og vori (nóvember og apríl) það er að segja þol, kraftur, hraði, liðleiki og færni.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati. 

Sund
Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í ýmsum æfingum og leikjum sem þroska til dæmis  jafnvægisskyn, snertiskyn og samspil skynfæra ásamt því að efla líkamsþol, kraft og hraða.
•    tileinki sér samþættingu fjölbreyttra hreyfinga s.s. að beygja hné og kreppa ökkla.
•    nái tökum á fjölbreyttum æfingum sem reyna á samspil skynfæra og samhæfingu hreyfinga s.s. 12 m. bringusundi, 12 m. skólabaksundi með eða án hjálpartækja, 12 m. skriðssundi, 6 m. baksund með eða án hjálpartækja, köfun eftir hlut á 1 til 1,5 m. dýpi eftir 2-3 m sund.
•    kynnist og tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru.
•    læri að umgangast sundstað á öruggan hátt.
•    tileinki sér hreinlæti fyrir og eftir sundiðkun.
•    upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni.
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund:  S=settu marki náð, F=framvinda góð og Þ=þarfnast frekari þjálfunar.   

 

 

4. bekkur

Íslenska            Anna Pála Víglundsdóttir
Lestur
Markmið
Nemandi
•    örvi málþroska sinn og bæti málnotkun sína og málskilning.
•    auki lestrarhæfni sína, skýran framburð og tjáningu.
•    taki þátt í umræðum og hlusti á aðra.
•    efli áhuga sinn á bókum og sögum.
•    geti lesið sér til gagns og ánægju.
•    auki orðaforða sinn. 
•    hafi að vori náð 200 atkvæðum á mínútu í lestri.
•    þjálfist í námkvæmislestri.
•    geti gert munnlega og skriflega grein fyrir efni sem lesið er.
•    geti valið sér lesefni eftir áhuga og þörfum og lesið sér til dægrastyttingar og ánægju.
Leiðir
Verið er að innleiða byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess. Lesin sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Nemendur æfa sig daglega heima í lestri og lesa fyrir kennara í lestrarbók.
Nemendur velja sér bækur á bókasafni til að fara með heim að lesa.
Nemendur lesa upphátt fyrir aðra, bæði eigin texta og annarra.
Samlestur, þ.e. allir lesa og fylgjast með í sömu bók.
Nemendur lesa við ræðupúlt.
Lögð er áhersla á að nemendur lesi áheyrilega.
Nemendur vinna með texta til að efla lesskilning.
Kennari les framhaldssögu fyrir nemendur í nestistíma.
Námsefni
Gæðatextar af ýmsu tagi og verkefni frá kennara.
Skinna, Ritrún 3 og Ljóðsprota.
Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins.
Námsmat
Kennari metur framsögn hvers nemanda.
Könnun á lestrarhraða (atkvæði) er  í janúar og maí.
Einkunnagjöf er eftirfarandi:
200 atkvæði eða meira = S/settu markmiði náð.
170-200 atkvæði = F/framvinda góð.
Færri en 170 atkvæði = Þ/þarfnast frekari þjálfunar.
Lesskilningspróf er tekið að vori.
Símati verður beitt við önnur markmið.

Skrift
Markmið
Nemandi
•    temji sér réttar vinnustellingar.
•    geri greinarmun á háum og lágum stöfum.
•    geri greinarmun á stórum og litlum stöfum.
•    hafi hæfilegt bil á milli stafa og orða.
•    læri tengiskrift.
•    venji sig á að nota tengiskrift í öðrum námsgreinum. 
•    temji sér læsilega og áferðafallega rithönd.
•    læri að setja texta upp, t.d. ljóð og vandi frágang.
Leiðir
Nemendur skrifa í skriftarbækur, bæði heima og í skóla.
Áfram unnið með fallega skrift og frágang.
Nemendur skrifa eigin texta og annarra.
Tengingar eru lagðar inn og æfðar.
Námsefni
Ítalíuskrift 3B, Skrift 4 og annað efni við hæfi.
Námsmat
Símat yfir veturinn.
Athuguð eru eftirfarandi atriði: tengingar, að stafir sitji rétt á línu, hæfilegt orðabil, að nemendur haldi rétt á skriffæri, réttar vinnustellingar og góður frágangur.
Mat í lok anna.

Móðurmál
Markmið
Nemandi
•    auki orðaforða sinn og efli málskilning.
•    lesi texta og geti unnið verkefni tengd honum.
•    þjálfist í að vinna með stóran og lítinn staf, stafrófið, greini og samsett orð.
•    læri um nafnorð og lýsingarorð.
•    læri um samheiti og andheiti.
•    geti greint nafnorð; sérnöfn, samnöfn, eintölu og fleirtölu og kyn.
•    kynnist föllum nafnorða.
•    þjálfist í stafsetningu.
•    þjálfist í að nota heimildir.
•    vinni með ljóð á marga vegu.
•    læri ljóð og hafi skilning á innihaldi þeirra.
•    geti sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri.
•    geti endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið.
•    geti samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn eða ljóð.
•    vinni með íslenskuna á fjölbreyttan hátt.
Leiðir Verið er að innleiða byrjendalæsi og unnið eftir aðferðum þess. Lesin sameiginlegur texti og unnið með hann á fjölbreyttan hátt.
Bekkjarfundir þar sem ákveðin málefni eru rædd.
Nemendur segja frá eigin reynslu.
Notaðir eru ýmsir leikir sem kennsluaðferð.
Nemendur vinna í margvíslegum verkefnabókum.
Nemendur skrifa texta eftir upplestri og hreinskrifa texta.
Nemendur nota skólasafn til að afla sér upplýsinga.
Nemendur vinna með texta ljóða á ýmsa vegu og semja eigin ljóð.
Námsefni
Lestrarbækur og vinnubækur með þeim, Ritrún 3, Skinna og vinnubók með henni.
Tvistur og Þristur, verkefni frá kennara og Ljóðsprotar.
Námsmat
Mat í lok anna, auk kannanna af og til yfir veturinn.
Hegðun og virkni gildir 15% af einkunn.

Stærðfræði              Anna Pála Víglundsdóttir
Markmið
Nemendur
•    finni 1%, 50% og 100% af stærð eða fjölda sem hann þekkir vel.
•    skoði mynstur í myndum og vinni með þau, t.d. stækki upp hluta mynsturs eða bæti við mynstur.
•    vinni með tölvuforrit þar sem leysa þarf þrautir.
•    leysi þrautir þar sem beita þarf útreikningum til að leysa vandamál.
•    leysi einföld dæmi þar sem eyður eru notaðar til að tákna óþekkta stærð í jöfnu.
•    leysi verkefni úr daglegu umhverfi sínu þar sem þarf að leggja saman, draga frá, margfalda eða deila til að finna lausn.
•    þekki rétt horn, hvöss og gleið og þekki þau í sínu umhverfi.
•    fari í leiki og spil sem reyna m.a. á talnavinnu, rúmfræði, rökhugsun og hugkvæmni.
•    útskýri fyrir kennara og bekkjarfélögum hvernig hann leysir verkefni með aðstoð hjálpargagna, skýringarmynda og tákna.
•    skrái háar tölur og brot í tengslum við mælingar og útreikninga.
Námsefni
Eining   7 og 8, Sproti og ýmsar aðrar aukabækur.
Leiðir
Nemendur fylgjast að miklu leyti að í Einingu og vinna á eigin hraða í Sprota. 
Unnið verður í stærðfræðiforritum á vef Námsgagnastofnunar.
Nemendur þjálfast í einstaklingsvinnu sem og para- eða hópavinnu.
Námsmat
Próf, kannanir, heimadæmi og virkni.


Samfélagsfræði        Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir
Náttúrufræði
Markmið
Nemendur
•    kynnist landbúnaðarstörfum.
•    þekki landbúnaðarafurðir.
•    kynnist algengustu húsdýrunum á Íslandi.
•    geti flokkað lífverur eftir auðsjáanlegum einkennum svo sem spendýr, rándýr, jórturdýr, klaufdýr og hófdýr.
•    skoði og ræði um afleiðingar árstíðarbreytinga í íslenskri náttúru.
•    kannist við dýra- og sveitavísur.
•    þjálfist í fjölbreyttum vinnuaðferðum.
•    þekki til upphafs og þróunar mannsins.
•    þjálfist  í umfjöllun um tímann og tímatal.
•    fái örlítið að vita um ólík menningarsvæði á nokkrum stöðum og á mismunandi tíma.
•    þekki til nokkurra sögulegra fornminja.
•    átti sig á þróun sögunnar allt frá frumstæðum, einangruðum samfélögum manna til nútíma tæknisamfélaga.
•    þekki sögulegar byggingar í heimabyggð sinna og kunni sögur af þeim.
•    að  nemendur þekki sögu þorpsins áður en götuheiti komu til sögunnar.
•    að nemendur þekki nöfn eldri húsa í þorpinu.
Leiðir
Unnið verður með efnið á fjölbreyttan hátt, bæði einstaklingsvinna og hópvinna.
Leitast verður við að tengja myndmennt inn í námsefnið eins og kostur er.
Farið í heimsókn í minjasafnið á Bustarfelli og unnin verkefni í tengslum við heimsóknina.
Námsefni
Í sveitinni með Æsu og Gauta.
Námsmat
Virkni í tímum, verkefnavinna.

Saga
Markmið
Nemendur
•    læri sögur af fundi Íslands og nokkrum landnámsmönnum, þar á meðal í heimabyggð.
•    kynnist og lesi kafla úr Landnámu, Íslendingabók og Íslendingasögum.
•    fjalli um ferðir víkinga.
•    kynnist lífhlaupi Leifs Eiríkssonar.
•    læri um siglingar og langferðir t.d. norrænna manna til Grænlands og Vesturheims.
•    geti nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíkt í húsnæði, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði.
•    skilji mikilvægi umhverfisþátta fyrir búsetu og lífsafkomu þjóðarinnar nú og áður fyrr.
•    þekki til búferlaflutninga Íslendinga til annarra landa og gera sér grein fyrir mikilvægi samskipta Íslands við útlönd.
•    kynnist helstu trúarhátíðum mismunandi trúarbragða.
Leiðir
Unnið verður með efnið á fjölbreyttan hátt, bæði einstaklingsvinna og hópvinna.
Námsefni
Leifur Eiríksson - á ferð með Leifi heppna og ýmislegt frá kennara.
Námsmat
Virkni í tímum og verkefnavinna.


Lífsleikni            Anna Pála Víglundsdóttir
Markmið
Nemandi
•    læri að lesa og nýta sér leiðbeiningar og skilaboð af skiltum.   
•    geri sér grein fyrir hættum á heimili sínu og í nágrenninu og hvernig best er að bregðast við   
•    kunni umferðarreglur og þekki umferðarmerki fyrir gangandi vegfarendur.   
•    geti greint frá stofnunum, þjónustuaðilum og verslunum í grenndarsamfélaginu.   
•    læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna.   
•    þekki reglur um flokkun úrgangs.   
•    geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim og geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins.   
•    þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt, t.d. með orðum, myndum eða látbragði.   
•    sé fær um að setja sér raunhæf markmið að eigin frumkvæði, t.d. hvenær hann ætlar að ljúka við heimanám eða taka til.   
•    geri sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan hvílir á heilbrigðum lífsvenjum, hreyfingu og hollum neysluvenjum.
Leiðir
Bekkjarfundir, umræður, leikir og ýmis verkefni.
Námsefni
Spor 4 og ýmis verkefni frá kennara.
Námsmat 
Virkni í tímum og verkefnavinna..


Enska             Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
Markmið
Nemandi
•    kynnist tungumálinu í byrjun á jákvæðan hátt.
•    skilji einföld fyrirmæli kennara.
•    tileinki sér orð og orðasambönd og auki jafnt og þétt við orðaforða sinn.
•    geti tekið undir í söng og farið með þulur.
•    læri að hlusta á léttan texta á ensku, geti gert sig skiljanlega um einfaldar upplýsingar og geti tjáð tilfinningar sínar.
•    skilji einfalda texta.
•    geti fylgt ýmsum barnatextum, s.s. þulum, rími, ljóðum og rappi.
•    þjálfist í að vinna með orðaforða í textum.
•    geti skrifað eftir fyrirmynd orð og einfaldar setningar.
•    þjálfist í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni.
Leiðir
Kennslan fer að einhverju leyti fram á ensku svo nemendur venjist því að nota tungumálið á sem eðlilegastan hátt. Mikil áhersla lögð á talað mál og hlustun í byrjun.
Nemendur venjist því að tjá sig kurteislega og skipulega á eins viðeigandi málfari og þeim er kostur.
Námsgögn 
Speak out, Work out og efni frá kennara.
Námsmat 
Virkni, munnleg próf og kannanir.


Tölvufræðsla        Anna Pála Víglundsdóttir
Markmið 
Nemandi
•    læri að tengjast skólaneti inn á bekkjarsvæðið.
•    fái þjálfun í fingrasetningu á tölvu.   
•    geti sótt efni af neti.
•    noti tölvu til að semja eigið efni. 
•    kynnist kennsluforritum til nánari útfærslu á öðrum námsgreinum.
•    hafi notað tölvu til að semja eigið efni.
•    hafi öðlast skilning á því að tölvusamskipti felast í merkjaflutningi milli tölva um símalínur.   
•    þekki helstu hluta tölvu og hafa tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um.   
•    veri óhræddur við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækni. 
•    geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi.   
•    kunni að nýta sér margmiðlunarefni sem inniheldur hljóð og hreyfimyndir.   
•    kunni að taka myndir á myndavél og meðferð ljósmynda.   
•    læri að nota efnisyfirlit og skrár, s.s atriðisorðaskrá og nafnaskrá í fræðibókum. 
•    geti leitað heimilda í bókum, af margmiðlunardiskum, gagnagrunnum og neti og unnið úr þeim á skipulegan hátt.
Námsefni 
Word ritvinnsluforrit, Paint Brush teikniforrit, Power Point, Excel töflureiknir og ýmis kennsluforrit auk efnis frá kennara. 
Leiðir
Nemendur koma í tölvustofu einu sinni í viku og þar unnið ýmis verkefni.
Tölvuver einnig notað fyrir afmörkuð verkefni sem tengjast öðrum námsgreinum.
Námsmat
Byggir á virkni og áhuga nemenda í tímum.


Heimilisfræði        Svava Birna Stefánsdóttir
Markmið
Nemendur
•    læri að samvinna og sameiginleg ábyrgð á heimilum er mikilvæg.
•    geri sér grein fyrir hvernig uppskrift er uppbyggð og að vinna eftir henni.
•    fái þjálfun í að nota einföld áhöld.
•    geti lagt snyrtilega á borð og temji sér að sýna kurteisi við borðhald.
•    læri að reglubundnar máltíðir og góðar lífsvenjur stuðla að góðri heilsu.
•    læri að til eru mismunandi flokkar örvera.
•    þekki heiti helstu næringarefna.
•    öðlist jákvætt viðhorf til ávaxta og gildi þess að borða þá daglega.
•    skilji mikilvægi hreinlætis í heimilishaldi.
•    kunni að velja hentug áhöld og þjálfist í notkun mælitækja.
•    fái þjálfun í að nota rafmagnstæki undir leiðsögn kennara.
•    þekki algengustu korntegundir og brauðtegundir og geti gert samanburð.
•    læri um grænmetis-, ávaxta- og kornflokkinn.
•    þjálfist í að nota eldavél.
•    viti úr hverju lýsi er unnið og hvað er hollt við það.
•    læri að flokka sorp frá heimilum.
•    læri um hagsýni og gildi þess að spara.
•    temji sér að vinna í sátt og samlyndi og bera ábyrgð á frágangi eftir sig.
•    þjálfist í að vinna sjálfstætt einföld verkefni.
•    þjálfist í að vinna með öðrum.
Námsefni
Hollt og gott 3, ýmis verkefnablöð frá kennara, áhöld sem fylgja eldhúsinu og uppskriftir úr ýmsum áttum.
Námsmat
Símat, hegðun og virkni nemenda metin í lok hvers tíma.


Textílmennt        Heiðbjört Antonsdóttir
Markmið
Nemandi
•    læri að fitja upp og prjóna sléttar og brugðnar lykkjur.
•    læri einfaldar aðferðir við úrtöku og útaukningu í prjóni.
•    læri að fella af í prjóni.
•    læri að sauma saman og ganga frá endum í prjónlesi.
•    læri að hekla snúru, snúa band eða hnýta.
•    vinni með leður.
•    þjálfist í að sauma einfalda flík í saumavél.
•    þekki ýmis hugtök sem tengjast saumavélinni.
•    geri sér grein fyrir mikilvægi og nýtingu ullarinnar fyrr á öldum, t.d. með hliðsjón af  veðráttu Íslands.
•    geti tekið þátt í fagurfræðilegri umræðu út frá nánasta umhverfi.
•    geti metið eigin textílverk og rökstutt matið.
Námsefni
Hannyrðir fyrir 3.- 6. bekk.
Á prjónunum.
Verkefni frá kennara.
Leiðir
Nemendur prjóni lítið verkefni eftir vali.
Nemendur vinna ýmis þjálfunarverkefni tengd saumavélinni, bæði skrifleg og verkleg. Umræður um mikilvægi og nýtingu ullarinnar fyrr á öldum, t.d. með hliðsjón af veðráttu Íslands. Nemendur vinni með leður.
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum.


Hönnun og smíði            Baldur Hallgrímsson
Markmið
Nemendur
•    sýni ábyrga umgengni og fari eftir almennum reglum í smíðastofunni. 
•    sýni skilning á góðri samvinnu.
•    kynnist hvernig rafrás virkar.
•    geti notað tifsög.
•    geti notað borvél á öruggann hátt.
•    læri að nota verkefnabókina Smíðamappan mín.
Leiðir
Í 4. bekk eru nánast eingöngu skylduverkefni og lögð áhersla á smíði einfaldra hluta.  Notuð eru einföld verkfæri og áhersla lögð á útsögun, pússun, neglingu og sögun.  
Mikilvægt er að nemendur komi í viðeigandi klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.  Nemendur fá möppu undir teikningar og verkefni sem heitir Smíðamappan mín.
Námsefni 
Hönnun og smíði, 1.- 4. bekkur.                                                        
Námsmat 
Byggir á vandvirkni, vinnusemi og hegðun.


Myndmennt        Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir
Markmið
Nemandi 
•    nái færni í vinnu með ólík efni.
•    þekki hugtakið sjónarhorn og geri kannanir og verkefni út frá því.
•    geti lýst munnlega skoðun sinni á mynd.
•    þekki mun á handverki og fjöldaframleiðslu.
•    efli sjálfstæða hugsun og sköpun.
•    þekki frumlitina og einfaldar litablöndur.
•    þekki grunnformin og verkun þeirra í umhverfinu.
•    geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum.
•    geri sér grein fyrir að litir hafa mismunandi áhrif, t.d. heitir og kaldir.
•    vinni myndverk á mismunandi tegundir pappírs.
•    þekki einn til tvo íslenska listamenn og verk hans/þeirra.
•    þjálfi fínhreyfingar.
•    temji sér vandvirkni og vönduð vinnubrögð.
Námsefni
Verkefni frá kennara ásamt því að unnið verður með samþættingu við aðrar greinar. Námsmat
Símat yfir veturinn þar sem verkefni nemenda eru metin ásamt hegðun þeirra og virkni.


Íþróttir            Bjartur Aðalbjörnsson
Markmið  
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Nemendur:
•    geti gert æfingar sem reyna á þol.
•    geti gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi.
•    geti sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu.
•    geti sýnt nokkra boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum.
•    geti tekið þátt í stöðluðum prófum.
Félagslegir þættir
Nemendur:
•    geti unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum.
•    geti skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum.
•    geti gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.


Heilsa og efling þekkingar
Nemendur:
•    geti skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun.
•    geti útskýrt líkamlegan mun á kynjum.
•    geti notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri áreynslu.
•    þekki heiti helstu líkamshluta, magn- og afstöðuhugtaka og hreyfinga.
•    geti sett sér einföld þjálfunarmarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim.
•    geti sótt og unnið úr einföldum upplýsingum varðandi íþróttir.
•    geti gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum.
•    geti tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum.
•    geti tekið þátt útivist og búið sig til útiveru með tilliti til veður. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu- og hjólaleiðir nærumhverfis.
Öryggis- og skipulagsreglur
Nemendur:
•    geti farið eftir öryggis-, skipulags- og umgegnisreglum  íþróttahúsa og brugðist við óhöppum.
Leiðir
Námið fer að miklum hluta fram í leikjaformi en einnig með stöðvaþjálfun, einföldum boltaæfingum, hlaupum og keppnum.
Námsmat
Um er að ræða símat á virkni í tímum sem gildir 60% af lokamati. Auk þess verður líkamsfar nemenda kannað að hausti og vori (nóvember og apríl), það er að segja þol, kraftur, hraði, liðleiki og færni.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati


Sund                
Markmið
Að nemendur:
•    þjálfist í ýmsum æfingum og leikjum sem þroska til dæmis  jafnvægisskyn, snertiskyn og samspil skynfæra ásamt því að efla líkamsþol, kraft og hraða.  
•    þjálfist í fjölbreyttum samvinnuverkefnum s.s ýmsum hópleikjum og boðsundsleikjum.
•    nái tökum á eftirfarandi atriðum sem reyna á öndun og takt arma og fóta s.s. 25 m. bringusundi, 12 m. skólabaksundi, 25 m. skriðsundi með eða án hjálpartækja og 12 m. baksundi með eða án hjálpartækja, ásamt flugsundsfótatökum og að stinga sér úr kropstöðu af bakka eða stiga.
•    skilji markmið æfinga og leikja sundkennslunnar.  
•    tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru.
•    umgangist sundstað á öruggan hátt og læri helstu öryggisatriði.
•    upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni.
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund: S=settu marki náð, F=framvinda góð og Þ=þarfnast frekari þjálfunar.   

 

 

5. bekkur

Íslenska              Sigríður Elva Konráðsdóttir
Lestur og munnleg tjáning
Markmið
Nemandi
•    nái góðum tökum á lestri, er varðar skilning, orðaforða og hraða
•    þjálfist í hljóðlestri og tileinki sér texta
•    finni sjálfur hjá sér hvöt til að lesa sér til gagns og ánægju
•    átti sig á mikilvægi þess að geta lesið skýrt og með réttum áherslum
•    þjálfist í að hlusta á aðra og tjá skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skýru og góðu máli
•    geti aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi
Leiðir
Samlestur valinna texta, lestur efnis að eigin vali, verkefni og spurningar úr texta. Einnig fá nemendur þjálfun í munnlegri tjáningu, t.d. flytja þeir verkefni upphátt fyrir bekkinn og tjá skoðanir sínar.
Námsefni
Lestrarbækur, bækur að eigin vali og valdir textar, bundnir og óbundnir.
Námsmat
Hraðlestrarpróf/framsagnarpróf verður lagt fyrir í lok anna. Kennari metur framsögn hvers nemanda.
Einkunnagjöf er eftirfarandi:
250 atkvæði eða meira = S/settu marki náð.
200 – 250 atkvæði = F/framvinda góð.
Færri en 200 atkvæði = Þ/þarfnast frekari þjálfunar.

Bókmenntir og ljóð
Markmið
Nemandi
•    kynnist sem flestum ljóðformum og læri að lesa og skilja ljóð sér til gagns og ánægju
•    þekki hugtökin rím, ljóðstafir og taktur
•    fái tækifæri til að semja ljóð og texta á eigin spýtur
•    fái innsýn inn í bókmenntir út frá hugtökum s.s. aðalpersóna, aukapersóna, sögumaður, upphaf, meginmál, niðurlag
Leiðir
Vinna í íslensku er samþætt þannig að nemendur fái tækifæri til að vinna með bókmenntatexta á sem fjölbreytilegastan hátt. Unnið verður með uppbyggingu texta, leiklestur og framsögn, bæði í formi einstaklings- og hópvinnu. 
Unnið verður með mismunandi form ljóða og stuðlar og höfuðstafir kynntir. Nokkur valin ljóð eru lærð utanbókar.
Námsefni
Trunt, trunt og tröllin, Með hetjur á heilanum,Ljóðspor og valið efni.
Námsmat
Verkefnavinna, kannanir og virkni. 

Skrift
Markmið
Nemandi
•    vandi vinnubrögð
•    þrói með sér læsilega og hraða rithönd
•    noti tengiskrift
•    temji sér að yfirfæra skriftarkunnáttu sína á önnur vinnublöð, í vinnubækur og við ritun á frjálsum texta
Leiðir 
Nemendur skrifa í skriftarbækur nokkrar mínútur í senn. Kennari leiðbeinir eftir þörfum. 
Námsefni
Skrift 5, skriftarrenningar og aðrir textar.
Námsmat
Símat yfir veturinn og mat í lok anna.

Stafsetning
Markmið
Nemandi
•    geti skrifað réttan texta og öðlist færni í að beita stafsetningarreglum
•    þroski með sér metnað til að stafsetja rétt
Leiðir
Nemendur skrifa upp rétt stafsettan texta, vinna eyðufyllingarverkefni og skrifa eftir upplestri. Ætlast er til að nemendur tileinki sér reglur um ng og nk, stóran og lítinn staf, greini, tvöfaldan samhljóða, stafavíxl, y-reglur (hljóðvarp) og reglur um j.
Námsefni
Mál til komið (lesbók og vinnubók), Stafsetning og efni frá kennara.
Námsmat 
Kannanir af og til yfir veturinn.

Ritun
Markmið
Nemandi
•    nýti sér þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi
•    semji eigin texta, sögu, frásögn, ljóð og skilaboð
•    þjálfist í beitingu helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar
•    skrifi texta á tölvu og beiti nokkrum aðgerðum í ritvinnslu
Leiðir
Nemendur skrifa sögur og frásagnir þar sem þeir nýta reynslu sína ásamt skáldskap.  Unnið með ritun í formi fréttaskota, útdráttar og skilaboða. 
Námsefni
Málrækt 1, Mál til komið, Skinna 2, Skræða (lesbók og verkefnabækur), verkefni að eigin vali og verkefni frá kennara.
Námsmat 
Ýmis verkefni, mat í lok anna og virkni.

Málfræði
Markmið
Nemandi
•    nýti sér málfræðiþekkingu sína í almennri ritun
•    temji sér skýrt og skorinort ritmál og forðist óþarfa málalengingar
•    þekki nafnorð, geti greint samnöfn, sérnöfn, kyn, fleirtölu, greini, andheiti, samheiti, samhljóða og sérhljóða og geti fallbeygt
•    kunni stafrófið og fái þjálfun í notkun orðabóka
•    læri að greina í sundur nafnorð, lýsingarorð og sagnorð
Leiðir
Nemendur vinna, eftir einstaklingsmiðaðri áætlun, viðeigandi verkefni í verkefnabókum. Kennslan er brotin upp með einstaklings- og hópvinnu þar sem unnið er með texta út frá mismunandi sjónarhornum, t.d. búa nemendur til lýsingarorðasögur, finna ákveðna orðflokka í bókmenntatexta, o.fl.
Námsefni
Málrækt 1, Skræða (lesbók og verkefnabækur), Réttritunarorðabók ásamt verkefnabók.
Námsmat
Kannanir, verkefni, mat í lok anna og virkni.


Stærðfræði             Sigríður Elva Konráðsdóttir
Markmið
Nemandi
•    geti beitt skipulegum aðferðum við lausnir verkefna og þrauta
•    skrái niðurstöður mælinga og geri grein fyrir þeim munnlega, skriflega og á myndrænu formi
•    búi til reglur um tölur þar sem er t.d. tvöfaldað, helmingað, lagt við eða dregið frá
•    kynnist mikilvægi röksemdafærslna í stærðfræði
•    geri sér grein fyrir hvernig hægt er að nota stærðfræði í daglegu lífi
•    þekki neikvæðar tölur í eðlilegu samhengi, t.d. á hitamæli og í notkun á reiknivélum
•    geti sett fram margföldunartöfluna upp í 10•10 og nýtt sér hana
•    nefni óþekktar stærðir með bókstaf, t.d. til að búa til jöfnur um einföld talnasambönd
•    kynnist því að víxla má tölum í samlagningu og margföldun en ekki í frádrætti og deilingu, gjarnan með aðstoð reiknivélar
•    notfæri sér að annars vegar samlagning og frádráttur og hins vegar margföldun og deiling eru andhverfar aðgerðir til að prófa svör í útreikningum
•    búi til einfaldar flatarmyndir og þrívíða hluti út frá gefnum upplýsingum og noti rétt hugtök
•    noti cm² rúðunet og cm³ einingarkubba til að ákvarða flatarmál og rúmmál
•    noti hugtökin rétt horn, hvasst og gleitt horn, viti að rétt horn er 90° og að hringur er 360°
•    breyti milli algengra eininga í metrakerfi, t.d. m í cm og mm, kg í g og l í dl
•    tileinki sér venjur um lestur af klukku
•    kynnist rómverskum tölum
•    vinni með almenn brot og tugabrot
•    kynnist prósentureikningi
•    meti líkur út frá gefnum forsendum, t.d. þegar kúlur eru dregnar úr tilteknu safni
•    vinni einn og í samvinnu við aðra að því að finna lausnir á viðfangsefnum sem tengjast daglegu lífi
•    tjái sig um stærðfræði, útskýri hugsun sína um hana, leiti lausna og setji þær fram á fjölbreyttan hátt
•    tileinki sér það viðhorf að það sé gagnlegt að hafa stærðfræði á valdi sínu og með ástundun nái hann tökum á henni
Leiðir 
Nemendur vinna eftir vikuáætlunum í skólanum og heima.  Innlögn er í upphafi hvers kafla og síðan vinna nemendur að miklu leyti sjálfstætt en nemendur þjálfast einnig í para- og hópvinnu.
Námsefni
Grunnefni: Stika 1a og Stika 1b  (nemendahefti og æfingahefti)
Aukaefni: Sproti 4a og 4b, þemahefti, kennsluvefir og efni frá kennara.
Námsmat
Kaflakannanir, hópverkefni, lokapróf og virkni sem gildir 15%.


Samfélagsfræði        Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir

Saga
Markmið
Nemandi
•    geri sér nokkra mynd af Rómaveldi, umfangi þess, kennileitum og borgarlífi
•    geri sér grein fyrir uppruna kristni í Rómaveldi
Leiðir
Umræður, samlestur, hópavinna, einstaklingsvinna og fræðslumyndir
Námsefni
Frá Róm til Þingvalla, efni af netinu og frá kennara.
Námsmat
Virkni nemenda, kannanir og verkefni.

Landafræði
Markmið
Nemandi
•    verði fær um að greina hvað er líkt og hvað ólíkt í heimabyggðinni og öðru byggðarlagi, s.s. með tilliti til landbúnaðar, veðurfars, bygginga og samgangna
•    kynni sér auðlindir og atvinnulíf í heimabyggð sinni og landshluta og sé fær um að bera það saman við landið í heild
•    ígrundi hvort eitthvað í umhverfi hans þurfi sérstakrar verndunar við
•    kynnist íslenskum náttúruminjum og náttúruvættum
•    fjalli um ferðamannastaði á Íslandi, s.s. eftir hverju ferðalangar eru að sækjast þegar þeir fara um landið
•    þekki hvernig landslag í nágrenninu hefur áhrif á lofthita og vindafar
•    þekki hvernig byggð dreifist um landið og helstu ástæður þess
•    kunni skil á þeim atvinnugreinum sem mynda undirstöðu íslensks atvinnulífs
•    afli sér upplýsinga um íslenskar náttúruauðlindir og hvernig þær eru nýttar
•    þjálfist í að lýsa helstu landfræðilegu einkennum hvers landshluta, s.s. landslagi, gróðurfari og veðurfari
Leiðir
Umræður, samlestur, hópavinna, einstaklingsvinna og fræðslumyndir
Námsefni
Ísland – veröld til að njóta, Ísland – veröld til að njóta vinnubók, Kortabók handa grunnskólum, efni af netinu og myndbönd.
Námsmat
Virkni nemenda, kannanir og verkefni.

Kristinfræði         
Markmið
Nemandi
•    efli trúarlegan, siðferðislegan og félagslegan þroska með því að fræðast um kristna trú
•    temji sér samskiptareglur sem byggja á kristilegum kærleika, sáttfýsi, umburðarlyndi og umhyggju fyrir öðrum mönnum
•    þekki boðorðin 10 og öðlist skilning á boðskap þeirra
•    þekki merkingu aðventutímans í kristnu helgihaldi
•    kynnist helstu trúarbrögðum heimsins og mismunandi siðum sem tengjast þeim.
Leiðir
Unnið verður með efnið á fjölbreyttan hátt s.s. samlestur, umræður, einstaklingsvinna og hópvinna.  
Námsefni
Valdir kaflar úr bókunum Birtan og  Trúarbrögðin okkar auk verkefna frá kennara.
Námsmat
Virkni í tímum og verkefnavinna.
Enska        Svava Birna Stefánsdóttir
Markmið
Nemandi
•    skilji fyrirmæli og leiðbeiningar kennara
•    skilji félaga sína í samskiptum í kennslustundum
•    skilji einfaldar spurningar um kunnuglegt efni
•    geti fylgt þræði í einföldu hlustunarefni, s.s. söngvum, sögum og ævintýrum
•    geti hlustað eftir ákveðnum upplýsingum
•    geti lesið stuttan einfaldan texta með eða án mynda
•    geti svarað einföldum persónulegum spurningum og beðið um samsvarandi upplýsingar
•    geti tekið þátt í hlutverkjaleikjum
•    geti stafað fullt nafn og heimilisfang
•    geti skrifað texta um kunnuglegt efni eftir fyrirmynd
•    geti skrifað rétt helstu orð sem koma fyrir
•    geti búið til setningar við mynd
Leiðir
Innlagnir kennara ásamt hlustunaræfingum og samtalsæfingum eru stór hluti af kennslunni. Kennslan fer að hluta til fram á ensku svo að nemendur venjist því að nota tungumálið á sem eðlilegastan hátt og með viðeigandi málfari. 
Námsefni
Speak Out, Work Out, Build Up 1, Hickory og aukaefni frá kennara. 
Námsmat
Virkni, kaflakannanir, munnleg próf og verkefni.


Lífsleikni            Sigríður Elva Konráðsdóttir
Markmið
Nemandi
•    þjálfist í samvinnu og geti fylgt reglum, í leik eða starfi, einn eða með öðrum
•    öðlist færni í rökrænni hugsun og geti tjáð hugsanir, skoðanir, tilfinningar og væntingar
•    geri sér grein fyrir jákvæðum og neikvæðum tilfinningum og hvernig tilfinningar hafa áhrif á hegðun og samskipti
•    geti vegið og metið, á gagnrýnan hátt, kosti og galla mismunandi möguleika, hugmynda og svara
•    geri sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum
•    læri leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur meðal annars í sér að
o    sýna sanngirni
o    sýna tillitsemi og kurteisi
o    leysa ágreining á farsælan hátt
o    bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
o    setja sig í spor annarra
•    veri fær um að setja sér raunhæf markmið að eigin frumkvæði
•    geti sett hugtakið jafnrétti í margbreytilegt samhengi
•    skilji að margbreytileiki í mannlífi er eðlilegur og jafnframt æskilegur
•    geri sér grein fyrir mismunandi fjölskyldugerðum og stöðu einstaklinga innan þeirra
•    geri sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan hvílir á heilbrigðum lífsvenjum, hreyfingu og hollum neysluvenjum
•    hafi tileinkað sér helstu umferðarreglur og þekki helstu umferðarmerki
•    geti bent á slysagildrur í umhverfinu, í umferðinni og á heimilum
•    læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna   
•    þekki reglur um flokkun úrgangs   
Leiðir
Bekkjarfundir, umræður, leikir og verkefni.
Námsefni
Ýmis verkefni frá kennara.
Námsmat 
Virkni í tímum og verkefnavinna.Tölvu- og upplýsingatækni        Kristín Jónsdóttir
Markmið 
Nemandi
•    læri að umgangast bekkjarsvæði og vista gögn á sameign
•    fái þjálfun í fingrasetningu á tölvu   
•    geti sótt efni af neti
•    noti tölvu til að semja eigið efni 
•    kynnist kennsluforritum til nánari útfærslu á öðrum námsgreinum
•    þekki helstu hluta tölvu og hafa tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um   
•    veri óhræddur við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækni 
•    geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi   
•    kunni að nýta sér margmiðlunarefni sem inniheldur hljóð og hreyfimyndir   
•    kunni að taka myndir á myndavél og meðferð ljósmynda   
•    noti skólasafnið reglulega   
•    læri að nota efnisyfirlit og skrár, s.s atriðisorðaskrá og nafnaskrá í fræðibókum 
•    geti leitað heimilda í bókum, af margmiðlunardiskum, gagnagrunnum og neti og unnið úr þeim á skipulegan hátt


Námsefni 
Word ritvinnsluforrit, PowerPoint-forrit, Excel töflureiknir og ýmis kennsluforrit auk efnis frá kennara. 
Leiðir
Nemendur koma í tölvustofu einu sinni í viku og þar unnin ýmis verkefni.
Tölvuver einnig notað fyrir afmörkuð verkefni sem tengjast öðrum námsgreinum.
Námsmat
Byggir á virkni og áhuga nemenda í tímum.


Myndmennt      Elín Dögg Methúsalemsdóttir

Markmið
Nemandi
•    efli skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
•    nái færni í vinnu með ólík efni
•    útfæri mynstur og fléttur
•    þekki hugtakið sjónarhorn og geri kannanir og verkefni út frá því
•    vinni með stærðir og hlutföll
•    noti módel og snið sem hluta af vinnuferli
•    kunni skissugerð og öðlist skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af vinnuferli
•    geti lagt rökstutt mat á hönnun í umhverfi sínu
•    viti að sólarljós og veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins
•    geti beitt litum til að fá fram áhrif í mynd
•    geti lýst munnlega skoðun sinni á mynd
•    geri sér grein fyrir verðmæti og eiginleikum efna sem unnið er með hverju sinni
•    blandi saman ólíkum efnum og noti margvíslega tækni í sömu mynd, svokallaða blandaða tækni
•    þekki mun á handverki og fjöldaframleiðslu
Námsefni
Unnið verður með fjölbreytileg efni og verkfæri.
Námsmat
Vinna nemenda verður metin einstaklingslega eftir áhuga, hegðun og virkni.


Textílmennt        Heiðbjört Antonsdóttir
Markmið
Nemandi
•    læri að sauma krosssaum
•    þjálfist í að fitja upp og prjóna slétt prjón
•    vinni eftir einföldum, skriflegum vinnuleiðbeiningum
•    læri að prjóna brugðna lykkju og skipta um lit á garni í prjóni
•    læri einfaldar aðferðir við úrtöku og útaukningu í prjóni
•    vinni með leður
•    kynnist saumavélinni og beri virðingu fyrir henni
•    þekki ýmis hugtök sem tengjast saumavélinni
•    þekki undirtvinna, yfirtvinna, beint spor og sikksakk á saumavél
•    verði sjálfbjarga í notkun saumavélarinnar
•    geri sér grein fyrir mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðrar umgengni
•    upplifi sköpunargleði við útfærslu eigin hugmyndar
•    noti handbækur greinarinnar
Námsefni
Hannyrðir fyrir 3.- 6. bekk, Á prjónunum og Verkefni frá kennara.
Leiðir
Nemendur sauma krosssaumsstykki. 
Nemendur prjóna (verkefni í samráði við kennara).
Nemendur vinna ýmis þjálfunarverkefni tengd saumavélinni og sauma einfalda flík. 
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum.


Hönnun og smíði            Baldur Hallgrímsson
Markmið
Nemandi
•    hafi lært að þekkja og nota helstu handverkfæri
•    hafi lært skipulagningu og verkfærni
•    hafi lært þekkja helstu viðartegundir
•    hafi lært samvinnu og einstaklingsvinnu
•    hafi lært um rafrásir og lóðningu
•    hafi lært um nytjalist og formhönnun
•    læri að nota verkefnabókina Smíðamappan mín
Leiðir
Í  5. bekk eru nánast eingöngu skylduverkefni sem felast í smíði einfaldra verkefna.  Notuð eru einföld verkfæri og áhersla lögð á útsögun, pússun, neglingu, sögun og einfaldar samsetningar.  Nemendur teikni sjálfir frjáls verkefni og njóti leiðsagnar kennara við útfærslu og vinnutilhögun.
Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofunni.
Námsefni
Hönnun og smíði fyrir 5-7. bekk, auk verkefna frá kennara.
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum. Gefið er  fyrir lokaafurð.


Heimilisfræði        Berglind W. Árnadóttir
Markmið
Nemandi
•    þjálfist í að leggja fallega á borð og tileinka sér góða borðsiði   
•    geri sér grein fyrir helstu slysahættum í eldhúsi (eldavél, heitt vatn, áhöld, tæki, niðursuðudósir, hættuleg efni, gler)   
•    temji sér að bragða á öllum matvælum sem notuð eru með jákvæðu hugarfari   
•    kunni að meta hreint og vistlegt umhverfi 
•    tileinki sér hreinlæti við heimilisstörf   
•    kynnist þvottamerkingum á fatnaði   
•    þjálfist í að vinna eftir skriflegum uppskriftum og noti hráefni úr öllum fæðuflokkum   
•    kunni skil á þeim áhöldum sem nota þarf við matreiðslu  
•    temji sér sparnað og ábyrgð gagnvart verðmætum (orkunotkun, pappír o.fl.)  
•    læri að flokka sorp og hvað af því er endurnýtanlegt/-vinnanlegt   
•    geri sér grein fyrir því að góðar neysluvenjur eru mikilvægar heilsunnar vegna  
•    viti um mikilvægi vatns fyrir líkamann  
•    haldi utan um hollar uppskriftir sem eldaðar/bakaðar eru með uppskriftahefti 

Námsefni
Gott og gagnlegt.  Heimilisfræði fyrir 5. bekk.
Námsmat
Símat, gefið fyrir hegðun og virkni í tíma.


Íþróttir                 Bjartur Aðalbjörnsson
Markmið
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Nemandi
•    geri æfingar sem reyna á loftháð þol
•    geri æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols
•    geri flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu
•    sýni leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum
•    taki þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu
Félagslegir þættir
Nemandi
•    sýni virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhafi jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda
•    skýri mikilvægi þess að hafa leikreglur, fari eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt
Heilsa og efling þekkingar
Nemandi
•    geri sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun
•    útskýri misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja
•    noti hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum
•    tengi hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu
•    noti mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu
•    taki þátt í ýmsum leikjumÖryggis- og skipulagsreglur
Nemandi
•    geri sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og taki ákvarðanir á þeim grunni
Leiðir
Námið fer að hluta til fram í leikjaformi. Þrek og styrktaræfingar eru mikilvægur þáttur í náminu ásamt því að stöðvaþjálfun, boltaæfingar, hlaup og keppni spila stóran þátt. Grunnatriði í flestum íþróttum þjálfuð.
Námsmat
Um er að ræða símat á virkni í tímum sem gildir 60% af lokamati. Auk þess verður líkamsfar nemenda kannað að hausti og vori (nóvember og apríl) það er að segja þol, kraftur, hraði, liðleiki og færni.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati


Sund                Bjarney Guðrún Jónsdóttir
Markmið
Nemandi
•    þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga
•    taki þátt í ýmsum æfingum og leikjum sem efla þol, hraða og viðbragð s.s. boðsundsleikjum og boltaleikjum
•    þjálfist í undirbúningsæfingum fyrir flugsund s.s. 12 m flugsundsfótatökum með eða án hjálpartækja og höfrungahoppi í gegnum gjarðir
•    nái tökum á atriðum sem reyna á öndun og takt arma og fóta s.s. 25 m skólabaksund, 25-50  m skriðsundi og 12 m baksundi með eða án hjálpartækja.
•    nái tökum á eftirfarandi atriðum: stungu af bakka,  að sækja hlut á 1-2 m dýpi eftir 3-5 m kafsund
•    þjálfist í marvaða
•    þjálfist í að synda í fötum
•    þjálfist í að synda a.m.k. 75 m bringusund án hvíldar
•    þjálfist í fjölbreyttum samvinnuverkefnum s.s. hópleikjum
•    læri að bera virðingu fyrir þörfum og getu annarra
•    skilji helstu markmið æfinga og leikja í sundi auk þess að taka þátt í umræðu um áhrif sundþjálfunar á líkamann
•    umgangist sundstað á öruggan hátt
•    upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund: S=settu marki náð, F=framvinda góð og Þ=þarfnast frekari þjálfunar.

 

 

6. bekkur


Íslenska          Sólrún Baldursdóttir

Lestur 
Markmið
Nemandi
•    nái góðum leshraða og geti lesið af öryggi og með viðunandi skilningi almenna texta 
•    geti gert útdrætti, munnlega og skriflega, úr því sem hann hefur lesið 
•    geti aflað sér upplýsinga úr rituðum heimildum, bókum, margmiðlunarefni og af netinu og unnið úr þeim 
•    velji sér bækur, af skólasafni eða annars staðar frá, til að lesa sér til ánægju 
•    taki þátt í umræðum um lesna texta 
•    geti lesið úr töflum og myndritum 
•    geti lesið margvísleg fyrirmæli og farið eftir þeim 
Leiðir
Nemandi lesi markvisst í frjálslestrarbókum heima og í skólanum. Nemandi afli sér upplýsinga úr bókum, af Internetinu, úr dagblöðum eða á annan hátt. 
Námsefni
Rauðkápa, frjálslestrarbækur og efni frá kennara..
Námsmat
Hraðlestrar-, framsagnar- og lesskilningskannanir, bókaumfjöllun og virkni. 

Talað mál og framsögn 
Markmið
Nemandi
•    geti tjáð sig frjálslega frammi fyrir bekkjarfélögum sínum, t.d. við kynningu á hópverkefnum
•    geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær
•    taki þátt í leikrænni tjáningu
•    geti endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með réttum áherslum
•    geti rætt við bekkjarfélaga sína, t.d. þegar upp koma vandamál, og reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu
•    fari eftir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu
•    temji sér að tala skýrt og áheyrilega við öll tækifæri 
Leiðir
Nemendur kynna verkefni fyrir bekkjarfélaga sína, lesa ljóð og sögur upphátt og taka þátt í umræðum.
Námsefni
Rauðkápa, ljóðabækur og efni frá kennara.
Námsmat
Verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina, sem dæmi kynningar á ýmsum verkefnum.

Hlustun og áhorf 
Markmið
Nemandi
•    hlusti á munnleg fyrirmæli og leiðbeiningar 
•    hlusti á útskýringar kennara og nýti sér þær 
•    fylgist með umræðum og taki þátt í þeim 
•    geti greint aðalatriði frá aukaatriðum og áróður, t.d. í auglýsingum
•    geti hlustað með athygli á upplestur á ljóðum og sögum 
•    þjálfist í að horfa á fræðsluefni með athygli og vinna úr upplýsingum sem þar koma fram
Leiðir
Nemendur taka þátt í fundum, hlusta á upplestur samnemenda á ljóðum, sögum og verkefnum. Einnig horfa þeir á fræðslumyndir og vinna úr upplýsingum sem þar koma fram. 
Námsefni
Ljóðalestur og annar fjölbreyttur texti. Myndbönd og ýmsir upplestrar.
Námsmat
Símat.

Ritun og stafsetning
Markmið
Nemandi
•    geti skrifað endursagnir
•    hafi öðlast öryggi í að tjá hugmyndir sínar og skoðanir í rituðu máli 
•    geti samið sögur, ljóð og leikrit 
•    hafi tileinkað sér persónulega rithönd og náð góðum skriftarhraða 
•    skrifi skýrt og greinilega og vandi allan frágang
•    hafi öðlast hæfni í stafsetningu, greinarmerkjasetningu og vönduðum frágangi
•    læri að fara eftir flestum stafsetningarreglum, t.d. n- og nn-reglunni, ng- og nk-reglunni og um i, í og y, ý
•    hafi notað tölvu og leiðréttingarforrit við ritsmíðar 
•    hafi notað markvisst réttritunarorðabækur 
Leiðir
Nemendur semja sögur reglulega og vinna þemaverkefni. Einnig vinna nemendur í vinnubókum og skrifa eftir upplestri.
Námsefni
Mál til komið, Finnbjörg, Ritum rétt, sögubækur og efni frá kennara.
Námsmat
Upplestur nokkrum sinnum yfir hvora önn, sögubækur, virkni og heimanám.

Bókmenntir og ljóð
Markmið
Nemandi
•    lesi sögur, ævintýri, þjóðsögur, gamansögur, dæmisögur og lengri bækur 
•    lesi fjölbreytt efni sér til fróðleiks og skemmtunar að eigin vali miðað við lestrargetu og áhuga
•    taki þátt í leiktúlkun á bókmenntatexta
•    hafi lært nokkur valin ljóð 
•    hafi rætt um bókmenntaefni 
•    hafi notað bókasöfn 
•    geti skrifað um bókmenntatexta 
•    geri sér grein fyrir hugtökunum aðal- og aukapersónur, umhverfi, boðskapur og ljóðstafir
•    þekki hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok
Leiðir
Unnið verður með uppbyggingu texta, leiklestur, framsögn, mismunandi form ljóðsins, stuðla og höfuðstafi, rím og uppsetningu.
Námsefni
Ljóðabók, Bragfræði, Rauðkápa og efni frá kennara. Einnig lesa nemendur í frjálslestrarbókum ásamt öðrum texta í námsbókum og af Internetinu.
Námsmat
Ljóðahefti metið til einkunna ásamt könnunum. Þátttaka nemenda í vinnu í skólanum, ástundun þeirra og vandvirkni er einnig metinn til einkunna. 

Málfræði 
Markmið
Nemandi
•    geti skilið málfræðilegar leiðbeiningar um málnotkun 
•    þekki orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð og helstu einkenni þeirra 
•    geti sambeygt algeng nafnorð og lýsingarorð í eintölu og fleirtölu 
•    læri að fallbeygja mannanöfn 
•    geri sér grein fyrir stigbreytingu og kynbeygingu lýsingarorða 
•    átti sig á muninum á nútíð og þátíð sagna og geti breytt tíð frásagna 
•    þekki mun samnafna og sérnafna og kyn orða og geti nýtt sér þá þekkingu við stafsetningu 
•    hafi gert sér nokkra grein fyrir setningaskipan og skiptingu texta í efnisgreinar
•    hafi tamið sér að vanda mál sitt 
•    geti beitt tungumálinu rétt við ýmsar aðstæður 
•    hafi leikið sér með móðurmálið á margvíslegan hátt
Leiðir
Innlögn kennara, verkefnavinna af ýmsu tagi og umræður nemenda og kennara.
Námsefni
Málrækt 1, og Skræða I og II., Mál til komið og efni frá kennara.
Námsmat
Kannanir, vinnubækur, heimavinna, ástundun og vandvirkni.


Stærðfræði            Sólrún Baldursdóttir

Markmið
Nemandi
•    kynnist notkun orðsins hlutfall, t.d. í hlutfalli drengja á móti stúlkna í hóp eða hlutföllum í vinnuteikningum
•    breyti prósentum í almenn brot
•    temji sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni
•    vinni að athugunum á reglum um ummál, flatarmál og rúmmál einfaldra hluta
•    margfaldi og deili í tugabrot með einum aukastaf með heilli tölu
•    reikni með tugabrotum í hagnýtum tilgangi, t.d. í tengslum við mælingar
•    leggi saman samnefnd almenn brot og kynnist samlagningu mjög einfaldra ósamnefndra brota út frá myndrænni framsetningu
•    þjálfist í að nota hugarreikning þegar það hentar 
•    vinni með hornasummu þríhyrnings
•    teikni þríhyrning með gefnum stærðum, t.d. með gefnum tveimur hliðum og horninu á milli þeirra, mæli hin hornin og ræði hornasummu þríhyrnings
•    kynnist skilgreiningum á algengum rúmfræðihugtökum
•    kynnist skiptingu hringsins í 360°, sextugakerfi Babýloníumanna og notkun þess í skiptingu klukkustundarinnar í mínútur og sekúndur
•    breyti km í m, m í dm og cm, cm í mm og l í ml
•    finni meðaltal og miðgildi fyrir nokkur gagnasöfn og ræði hvor stærðin lýsir safni betur
•    raði tugabrotum eftir stærð
•    sjái hvenær tvö almenn brot eru jöfn
•    breyti tugabrotum með tveimur aukastöfum í almenn brot
•    breyti einföldum brotum eins og 1/4, 1/3 og 3/4 í tugabrot
•    kynnist deilingu með afgangi
Leiðir
Nemendur vinna hver á sínum hraða. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám. Vinna fer að mestu fram sem einstaklingsvinna eða tveir saman en stöku sinnum vinna nemendur í hópum. Einnig eru notuð stærðfræðispil, þrautir og tölvuforrit. 
Námsefni
Geisli 2a og 2b ásamt vinnubókum, Stikubækur, Við stefnum að margföldun, Við stefnum að deilingu, Stjörnubækur, Hringur og önnur verkefni að vali kennara. Ýmis hjálpargögn eru notuð í tímum eins og vasareiknir, reglustika, kubbar, málband, gráðubogi, sirkill og ýmis form. 
Námsmat
Heimadæmi og kannanir, lokapróf, virkni


Enska         Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi
Hlustun
•    skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði tal kennara og samnemenda.
•    skilji efni af menningarlegum toga, s.s. söngva, ljóð, þulur og ævintýri.
•    geti hlustað eftir aðalatriðum og nákvæmnisatriðum.
•    þjálfist í að nota efni sem hlustað er á.
•    þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða.
Lestur 
•    skilji texta af margvíslegri gerð, s.s. sögur fyrir börn, myndasögur og einfaldar bækur.
•    skilji texta um persónuleg málefni, áhugamál og daglegt líf.
•    geti fylgt tiltölulega einföldum leiðbeiningum.
Talað mál
•    sé fær um að taka þátt í samskiptum innan kennslustofunnar.
•    geti sagt frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og völdum atriðum úr umhverfinu.
•    geti gefið einfaldar lýsingar, t.d. á fólki.
Ritun
•    geti skrifað skipulega, skiljanlega og viðeigandi stutta einfalda texta eftir fyrirmyndum.
•    geti skrifað einfaldan texta frá eigin brjósti.
•    fái þjálfun í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni.
•    geti tengt saman ritað mál og myndrænar upplýsingar í framsetningu.
Leiðir
Taka verður mið af ofantöldum færniþáttum tungumálsins sem og þeirri kunnáttu sem nemendur búa þegar yfir. Innlagnir kennara ásamt hlustunaræfingum og samtalsæfingum eru stór hluti af kennslunni. Kennslan fer að hluta til fram á ensku svo að nemendur venjist því að nota tungumálið á sem eðlilegastan hátt og með viðeigandi málfari. 
Námsefni
Build Up 1 og 2, Topic Books, John´s world og annað efni frá kennara.
Námsmat
Virkni, kaflakannanir, munnleg próf og verkefni.


Samfélagsfræði        Heiðbjört Antonsdóttir

Saga
Markmið
Nemandi
•    velti fyrir sér hvernig mannlífi á miðöldum var háttað; ættartengsl og menntun, húsakostur og heimili, tómstundir og skemmtanir, staða og hlutverk kvenna 
•    kynnist nokkrum atriðum í lífshlaupi Snorra, einkum fóstri hans í æsku, kvonföngum, ríkidæmi, stjórnmálaafskiptum, ritstörfum og sambandi hans við konungshirð í Noregi 
•    setji sig í spor Snorra sem settur var í fóstur á unga aldri 
•    finni í hverju ríkidæmi Snorra fólst 
•    kanni á hverju vald og áhrif Snorra byggðust 
•    komist í kynni við rit Snorra Sturlusonar, kanni um hvað þau fjalla og lesi sýnishorn úr þeim
Leiðir
Umræður, samlestur, hópavinna, einstaklingsvinna og fræðslumyndir
Námsefni
Snorra saga, Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum, efni af netinu og frá kennara.
Námsmat
Virkni nemenda, kannanir og verkefni.

Landafræði
Markmið
Nemandi
•    kynnist landslagi, náttúrufari og auðlindum Norðurlandanna
•    kynnist dæmum um ólík lísskilyrði fólks á Norðurlöndum
•    þekki helstu menningareinkenni Norðurlandanna, svo sem tungumál, trúarbrögð, lífskjör, menntamál og félagsmál
•    þekki í megineinkenni loftslags og gróðurfars Norðurlanda auk ríkjandi vinda og hafstrauma 
•    fjalli um hugtök eins og ríki, land, þjóð og landamæri
•    þekki helstu atvinnuvegi Norðurlandabúa og framleiðslu þeirra og kynnist hvernig framleiðsla íbúanna og neysla þeirra hefur áhrif á náttúruna
•    kunni dæmi um hvernig náttúran hefur haft áhrif á lifnaðarhætti fólksins
•    þekki á Evrópukorti nöfn og legu ríkja í Norðurlandanna auk stærstu borga, áa, vatna, eyja, hafa og fjallgarða
•    læri að lesa legu staðar á heimskorti út frá lengdar- og breiddargráðum
•    læri að lesa af hefðbundnu staðfræðikorti upplýsingar um megindrætti landslags, landnotkun, búsetu og samgöngukerfi
Leiðir
Umræður, samlestur, hópavinna, einstaklingsvinna og fræðslumyndir
Námsefni
Norðurlönd, Norðurlönd vinnubók Kortabók handa grunnskólum, efni af netinu og myndbönd.
Námsmat
Virkni nemenda, kannanir og verkefni.

Kristinfræði
Markmið
Nemandi
•    þekki í hverju kristin sköpunartrú er fólgin
•    leiði hugann að eigin ábyrgð gagnvart náttúrunni og meðbræðrum sínum
•    þekki hvað dæmisaga er og öðlist færni í að draga lærdóm af þeim
•    þekki atburði páskadags og hina kristnu upprisutrú
•    kynnist atburðum hins fyrsta hvítasunnudags
•    þekki nokkur meginatriði kristni og helstu biblíutexta sem kristin trú
og játning byggist á og geta dregið lærdóm af þeim 
•    þekki algengustu tákn kristninnar og merkingu þeirra 
Leiðir
Einstaklings- og hópavinna, lestur efnis, verkefnavinna, munnleg tjáning og umræður.
Námsefni
Kristin trú og verkefni því tengt.
Námsmat
Virkni og verkefni


Lífsleikni           Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi 
•    geti í samvinnu við aðra komið sér saman um leikreglur þar sem jafnréttis er gætt
•    skoði samskipti undir mismunandi kringumstæðum, geri sér grein fyrir eðli þeirra og hafi hugmynd um hvernig viðbrögð þau vekja
•    velti fyrir sér ýmsum hliðum þess að breytast úr barni í ungling og geri sér grein fyrir áskorunum og ánægjustundum þessa æviskeiðs
•    geri sér grein fyrir áhrifum fyrirmynda í mótun lífsstíls
•    þekki hættur samfara neyslu tóbaks
•    átti sig á gildi hirðusemi um líkama sinn, umhverfi, eigin eigur og annarra
•    átti sig á eigin neyslu og í hvað peningar þeirra fara
•    öðlist færni í að meta jákvæðan áróður frá neikvæðum í auglýsingum og umhverfi
•    geti bent á auglýsingar sem höfða til barna
•    þjálfist í að koma fram og tjá skoðanir sínar
•    geti lýst störfum sem hann hefur fengið tækifæri til að kynnast, t.d. störfum foreldra sinna
•    vegi og meti þætti sem geta styrkt og stutt við samheldni fjölskyldu og treyst fjölskyldubönd
•    geti nýtt sér upplýsingar úr fjölmiðlum og öðrum miðlum um daglegt líf og nauðsynjar
•    kunni helstu umferðarreglur og þekki algengustu umferðarmerki
Leiðir
Umræður nemenda og kennara, verkefnavinna af ýmsu tagi og bekkjarfundir.
Námsefni
Ýmis verkefni frá kennara og unnið með Dyggðir.
Námsmat
Virkni í tímum. 


Náttúrufræði        Kristín Jónsdóttir

Lífsvísindi
Markmið
Nemandi
•    fái æfingu í að vinna bæði sjálfstætt og í hóp
•    öðlist færni í að afla sér upplýsinga og noti þær til miðlunar
•    æfist í vísindalegum vinnubrögðum
•    geri sér grein fyrir samspili lífrænn og ólífrænna þátta í vistkerfi
•    læri að líta á vistkerfi og alla þætti þess sem eina heild 
•    læri að líta á jarðveg sem auðlind
•    kynnist helstu gróðurlendum Íslands og þekki helstu einkennislífverur þeirra
•    kynnist hafinu sem vistkerfi og þekki helstu ferla og lífverur í hafinu
Leiðir
Kennslan byggist á lestri námsefnis, umræðum og verkefnavinnu, einstaklings- og hópverkefni. Einnig er unnið með sýni úr náttúrunni sem safnað er í vettvangsferðum. Myndbönd verða sýnd og verkefni unnin í tengslum við þau. 
Námsefni.
Líf á landi,Llífríkið í sjó, efni frá kennara.
Námsmat
Kannanir, sýnismappa/vinnubók, einstaklings- og hópverkefni og virkni í tímum.

Eðlisvísindi
Markmið
Nemandi
•    kynnist helstu hugtökum efnafræðinnar
•    æfist í notkun vísindalega vinnubragða
•    kynnist helstu tækjum sem notuð eru til einfaldra tilrauna
•    vinni með rúmmál og massa
•    kynnist helstu hugtökum varmafræðinnar
•    kynnist helstu möguleikum orkunotkunar
•    geti fjallað um þau álitamál sem eru í bennidepli í orkumálum.
Leiðir
Kennslan byggist á lestri námsefnis, umræðum og verkefnavinnu. Myndbönd verða sýnd og verkefni unnin í tengslum við þau. 
Námsefni.
Auðvitað, efni frá kennara.
Námsmat
Kannanir, sýnismappa/vinnubók, einstaklings- og hópverkefni og virkni í tímum.

Tölvu- og upplýsingatækni        Sólrún Dögg Baldursdóttir

Markmið 
Nemandi
•    læri að tengjast skólaneti inn á bekkjarsvæðið
•    fái þjálfun í fingrasetningu á tölvu   
•    geti sótt efni af neti
•    noti tölvu til að semja eigið efni 
•    kynnist kennsluforritum til nánari útfærslu á öðrum námsgreinum
•    hafi notað tölvu til að semja eigið efni
•    þekki helstu hluta tölvu og hafa tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um   
•    veri óhræddur við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækni 
•    geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi   
•    kunni að nýta sér margmiðlunarefni sem inniheldur hljóð og hreyfimyndir   
•    kunni að taka myndir á myndavél og meðferð ljósmynda   
•    noti skólasafnið reglulega   
•    læri að nota efnisyfirlit og skrár, s.s atriðisorðaskrá og nafnaskrá í fræðibókum 
•    geti leitað heimilda í bókum, af margmiðlunardiskum, gagnagrunnum og Neti og unnið úr þeim á skipulegan hátt
Námsefni 
Word ritvinnsluforrit, PowerPoint-forrit, Excel töflureiknir og ýmis kennsluforrit auk efnis frá kennara. 
Leiðir
Nemendur koma í tölvustofu einu sinni í viku og þar unnið ýmis verkefni.
Tölvuver einnig notað fyrir afmörkuð verkefni sem tengjast öðrum námsgreinum.
Námsmat
Byggir á virkni og áhuga nemenda í tímum.


Textílmennt        Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi
•    geri skissur af hugmynd sinni og þjálfist í að tjá sig um hugsanlega útfærslu í textílvinnu
•    efli þekkingu sína á verkmennt sem stuðlar að hagkvæmum vinnubrögðum og færni til að verða sjálfbjarga í verki
•    kynnist lita- og formfræði
•    vinni munstur þar sem formum er raðað saman og yfirfæri þar áunna þekkingu frá öðrum greinum, t.d. stærðfræði
•    þjálfist í að sníða úr textílefni og mæla fyrir saumförum
•    læri að spóla og þræða tvinna á saumavél
•    þjálfist í notkun saumavélar
•    takist á við verkefni sem vekja áhuga og vinnugleði og koma til móts við langanir og smekk nemandans
•    sauma náttbuxur
•    læri að hekla loftlykkjur, fastahekl og /eða stuðlahekl
•    sýni fram á skipulögð og vönduð vinnubrögð
•    noti hugtök og heiti textílgreinarinnar
•    saumi útsaum
Námsefni
Hannyrðir í 3.- 6. bekk.
Verkefni frá kennara.
Leiðir
Nemendur sauma einfalda flík í saumavél. Saumi krosssaum eða útsaum sem þeir hafa sjálfir hannað. Prjónað til að rifja upp og halda við því sem lærst hefur í prjónaskap og læra meira. Vinni með leður og hekla.
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni, áhuga og virkni í tímum.


Hönnun og smíði                 Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi
•     hafi skilning á gildi endurvinnslu og temji sér að nýta vel það efni sem unnið er með
•    geti sett smíða kunnáttu sína í samband við viðfangsefni í daglegu lífi
•    sýni frumkvæði, vinnusemi og vandvirkni
•    fari eftir öryggisreglum og skilji hvers vegna slíkt er mikilvægt
•    kunni að nota lóðbolta og tin við einfaldar lóðningar
•    geti notað mismunandi gerðir festinga ,s.s. nagla, skrúfur og lamir.
•    hafi notað hreyfiorku í verkefnum
Leiðir
Í 6. bekk eru skylduverkefni auk smíði frjálsra verkefna. Notuð eru einföld verkfæri og áhersla lögð á pússun, neglingu, sögun og einfaldar samsetningar. Nemendur teikni sjálfir frjáls verkefni og njóti leiðsagnar kennara við útfærslu og vinnutilhögun.
Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.
Námsefni 
Hönnun og smíði 5-7. bekkur , auk verkefna frá kennara.
Námsmat 
Byggir á vandvirkni, vinnusemi og hegðun.


Nýsköpun             Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi
•    fái innsýn í hönnun tækja og hluta
•    auki skilning sinn á virkni tækja og hluta
•    að þau þjálfist í fríhendis teikningu
•    hafi tekist á við að smíða hlut sem uppfyllir þörf eða leysir vanda
•    hafi smíðað hlut sem reynir á styrkleika og jafnvægi
Námsefni
Nýsköpun og náttúruvísindi, (Frumkvæði og sköpun ,Nýsköpun og tækni.)
Teikniblokkin Nýsköpun eftir Braga Einarsson uppfinningamann.
Námsmat Byggir á áhuga, virkni og hegðun.


Heimilisfræði             

Markmið
Nemandi
•    nái tökum á algengum heimilisstörfum og hafi ánægju af
•    fái þjálfun í notkun og meðferð algengra eldhúsáhalda og –tækja
•    geri sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis við matargerð
•    þjálfist í að stækka og minnka uppskriftir
•    noti mismunandi bakstursaðferðir og geti búið til einfaldar máltíðir eftir leiðbeiningum úr grænmeti, fiski, kjöti og eggjum
•    geri sér grein fyrir mikilvægi fjölbreyttrar fæðu og góðra matarvenja
•    auki þekkingu sína á fæðuhringnum og læri undirstöðuatriði í næringarfræði
•    þjálfist í notkun næringarefnatöflu og geti fundið orkurík og orkusnauð matvæli
Námsefni
Gott og gagnlegt 2. Algeng eldhúsáhöld og -tæki, uppskriftir úr ýmsum áttum og verkefni frá kennara.
Leiðir
Verkefnavinna tengd næringarfræði og verkleg þjálfun í eldamennsku, bakstri og fleiru sem við kemur daglegu heimilishaldi.
Námsmat
Símat sem byggist á virkni og hegðun í kennslustundum.


Myndmennt      Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi
•    efli skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
•    nái færni í vinnu með ólík efni
•    útfæri mynstur og fléttur
•    þekki hugtakið sjónarhorn og geri kannanir og verkefni út frá því
•    vinni með stærðir og hlutföll
•    noti módel og snið sem hluta af vinnuferli
•    kunni skissugerð og öðlist skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af vinnuferli
•    geti lagt rökstutt mat á hönnun í umhverfi sínu
•    viti að sólarljós og veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins
•    geti beitt litum til að fá fram áhrif í mynd
•    geti lýst munnlega skoðun sinni á mynd
•    geri sér grein fyrir verðmæti og eiginleikum efna sem unnið er með hverju sinni
•    blandi saman ólíkum efnum og noti margvíslega tækni í sömu mynd, svokallaða blandaða tækni
•    þekki mun á handverki og fjöldaframleiðslu
•    æfi skrautskrift
Námsefni
Unnið verður með fjölbreytileg efni og verkfæri.
Námsmat
Vinna nemenda verður metin einstaklingslega eftir áhuga, hegðun og virkni.


Íþróttir            Bjartur Aðalbjörnsson

Markmið
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
•    gert æfingar sem reyna á loftháð þol
•    gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols
•    gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á liðurð og samhæfingu
•    sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum
•    tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu
Félagslegir þættir
•    sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda
•    skýrt mikilvæti þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt
Heilsa og efling þekkingar
•    gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun
•    útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja
•    notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum
•    tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu
•    notað mælingar með mismunandi mælinákæmni við mat á afkastagetu
•    tekið þátt í ýmsum leikjum
Öryggis- og skipulagsreglur
•    gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. 
Leiðir
Námið fer að hluta til fram í leikjaformi. Þrek og styrktaræfingar eru mikilvægur þáttur í náminu ásamt því að stöðvaþjálfun, boltaæfingar, hlaup og keppni spila stóran þátt. Grunnatriði í flestum íþróttagreinum eru þjálfuð.
Námsmat
Um er að ræða símat á virkni í tímum sem gildir 60% af lokamati. Auk þess verður líkamsfar nemenda kannað að hausti og vori (nóvember og apríl) það er að segja þol, kraftur, hraði, liðleiki og færni.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati.


Sund                Bjarney Guðrún Jónsdóttir

Markmið
Nemandi
•    þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga
•    taki þátt í ýmsum æfingum og leikjum sem efla þol, hraða og viðbragð s.s. boðsundsleikjum og boltaleikjum
•    nái tökum á helstu undirbúningsæfingum  fyrir flugsund 
•    nái tökum á góðri útfærslu hreyfinga og öndunar í: 50 m skólabaksundi, 25 m skriðsundi og 25 m baksundi
•    nái tökum á eftirfarandi atriðum: stungu af bakka, , að sækja hlut á 1-2 m dýpi eftir 5 m sund og læri helstu atriði sem snúa að björgun úr vatni, þar á meðal 15 m björgunarsund með skólabaksundsfótatökum
•    nái að synda 25 m bringusund á skemmri tíma en 35 sek
•    þjálfist í að synda a.m.k. 200 m bringusund án hvíldar og einnig 8 m kafsund
•    þjálfist í fjölbreyttum samvinnuverkefnum s.s. hópleikjum
•    læri að bera virðingu fyrir þörfum og getu annarra
•    skilji helstu markmið æfinga og leikja í sundi auk þess að taka þátt í umræðu um áhrif sundþjálfunar á líkamann
•    umgangist sundstað á öruggan hátt og læri helstu öryggisatriði
•    upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund í tölustöfum.

 

9. bekkur

Íslenska            Ása Sigurðardóttir 
Markmið
Nemandi:
•    kunni skil á öllum meginhugtökum beygingarfræði sem tengjast fallorðum og beiti þeirri þekkingu í málfræðilegri greiningu 
•    læri greiningu og beygingu sagnorða og þjálfist í notkun þeirra
•    þekki flest grunnhugtök sem tengjast merkingu máls og málnotkun
•    kynnist ýmsum hugtökum sem tengjast greiningu smáorða
•    kunni skil á reglum í stafsetningu og greinarmerkjasetningu og beiti þeirri     þekkingu í ritun
•    þjálfist í að tjá sig á töluðu og rituðu máli á skipulegan hátt og geri sér grein fyrir gildi málfars og stíls
•    temji sér vandvirkni í vinnubrögðum við skrift og frágang texta
•    þekki flest grunnhugtök sem lúta að  ljóðagreiningu og kunni að beita þeirri þekkingu við lestur þeirra
•    auki orðaforða, efli máltilfinningu sína og lesskilning
•    öðlist færni í smíði heimildaritgerða
•    læri að nýta sér handbækur og orðabækur
•    þjálfist í lestri nútíma- og fornbókmennta og fái innsýn í bókmenntalega greiningu
•    rækti með sér áhuga á móðurmáli sínu og læri að meta það að tala rétt mál
•    leggi metnað í það sem hann ritar sjálfur
Námsefni
Finnur II, Mályrkja II,  Málfinnur, Lesum betur og Lesum nú verkefni frá kennara og Sagnorð.  Ennfremur fá nemendur valin verkefni úr öðrum bókum. Stafsetningarverkefni úr ýmsum áttum á blöðum og í bókum. Stoðkennarinn. 
Lesnar bókmenntir: Vopnfirðinga saga, Korku saga, bækur að eigin vali og lesefni af ýmsu tagi. 
Leiðir
Innlögn og verkefnavinna sem farið er yfir sameiginlega. Við yfirferð er farið í hin ýmsu atriði. Í bókmenntum er samlestur þar sem glósað er jafnóðum og heimalestur til upprifjunar. Einu sinni í viku verður unnið í tölvum. Nemendur hafa frjálslestrarbækur í stofunni sem gripið er í reglulega. 
Stafsetning og ritun:  Stafsetning er bæði kennd með upprifjun og þjálfun í að beita reglum í stafsetningaræfingum en einnig fléttast stafsetning inn í annað íslenskunám. Sóknarskrift í tölvum. Sjálfstæð vinna nemenda og upplestraræfingar sem farið er yfir sameiginlega.
Námsmat
Virkni, verkefni, bókmenntaritgerð, framsögn og tjáning, lotukannanir og próf.


 
Stærðfræði            Sólrún Dögg Baldursdóttir

Markmið
Nemandi:     
•    öðlist góða tilfinningu fyrir tölum og stærðum og áhrifum reikniaðgerða á þær
•    geri sér grein fyrir mikilvægi röksemdafærslna í stærðfræði og æfist í að beita þeim
•    geri sér grein fyrir því hvernig beita má stærðfræðilegum aðferðum í daglegu lífi
•    skilji hvernig stærðfræði er undirstaða mælinga í tíma og rúmi
•    kunni góð skil á náttúrulegum, heilum og ræðum tölum
•    hafi kynnst rauntalnakerfinu
•    noti reiknivél til að reikna samsett dæmi með veldum og svigum
•    fáist við hlutföll við samanburð á stærðum og geti notað þau í útreikningum 
•    hafi náð góðu valdi á prósentuhugtakinu og öðlist færni í prósentureikningi
•    geri sér grein fyrir undirstöðureglum algebru og geti leyst fyrsta stigs jöfnur með einni óþekktri stærð 
•    kunni skil á helstu hugtökum rúmfræðinnar
•    kunni skil á algengum hugtökum og aðferðum við mælingu flatarmynda og þrívíðra hluta
•    kunni skil á algengustu aðferðum við að vinna úr tölulegum gögnum og setja niðurstöður fram
•    kunni skil á líkindahugtakinu 
•    geti unnið í samvinnu við aðra og ræði um lausnaleiðir og niðurstöður
•    öðlist trú á eigin hæfni til að beita stærðfræði við margvíslegar aðstæður og leysa fjölbreytt viðfangsefni
•    geti valið og notað heppilegar aðferðir við útreikninga og temji sér að leggja mat á þá
•    setji fram og leysi þrautir með hjálp stærðfræðinnar og geti lagt mat á eigin lausnaleiðir og annarra
•    noti tungumál stærðfræðinnar til að ræða um, færa rök fyrir og útskýra eigin tilgátur og annarra, útreikninga og niðurstöður
Námsefni
Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla II og 8-tíu nr. 3 og 4. Kennsluvefirnir Stoðkennarinn, Skólavefurinn og Rasmus.  Þemahefti og þjálfunarefni frá kennara.
Leiðir
Ný hugtök, tákn og nýjar aðferðir eru kynntar fyrir nemendum með beinni kennslu.  Nemendur vinna síðan að miklu leyti sjálfstætt, ýmist einir sér eða saman.  Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vandaðan frágang og uppsetningu dæma. Nemendur fylgjast að í efnisþáttum en komið er til móts við mismunandi vinnuhraða nemenda m.a. með ítarefni. Unnið er eftir vikuáætlunum frá kennara og heimavinna fer að miklu leyti eftir vinnuhraða nemenda og vinnusemi þeirra í kennslustundum.
Námsmat
Virkni í tímum gildir 15%, heimadæmi 15%, hópverkefni 5%, kaflakannanir 35% og annarpróf 30%.


 
Enska        Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi:
Hlustun
•    skilji ensku af helstu málsvæðum enskrar tungu um efni sem hann þekkir þegar talað er skýrt
•    skilji almennar upplýsingar og fyrirmæli, bæði aðalatriði og nákvæmar upplýsingar
•    geti fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr. 
•    geti fylgt atburðarás í sögu eða frásögn
Lestur
•    geti lesið sér til gagns og ánægju smásögur ætlaðar ungu fólki
•    kunni að beita mismunandi lestrarlagi eftir eðli texta og tilgangi með lestrinum og nýtt sér í verkefnavinnu
•    geti dregið ályktanir, lesið á milli línanna, giskað á orð út frá samhengi og áttað sig á uppbygginu texta
Talað mál 
•    geti tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir og tjáð skoðanir sínar og tilfinningar
•    geti byrjað samtal og endað, lagt orð í belg, umorðað og leiðrétt sig
•    geti bjargað sér við óvæntar aðstæður og sagt óundirbúið frá atviki
•    kunni að nota málið við ýmsar aðstæður daglegs lífs
•    geti flutt stutt undirbúið erindi um viðfangsefni sem hann hefur aflað sér heimilda um
•    geti gert grein fyrir skoðun sinni á efni sem hann hefur kynnt sér
•    geti veitt upplýsingar um menningu sína og umhverfi
Ritun 
•    geti skrifað skipulegan texta um kunnuglegt efni, skipt í efnisgreinar og beitt nokkurri nákvæmni í málfari
•    geti skrifað ýmsar gerðir af styttri textum, t.d. viðbrögð við texta og lýsingar
•    geti virkjað hugarflugið og skáldað og skapað eigin texta
•    geti skrifað umsögn um kvikmynd, bók eða leikrit og fylgt ákveðnu formi
•    geti skrifað hálfformlegt bréf, t.d. tölvupóst, þar sem leitað er eftir almennum upplýsingum eða brugðist við fyrirspurnum
Leiðir
Nemendur fá þjálfun í færniþáttum tungumálsins þ.e. lestur, ritun, hlustun og talað mál. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn. Nokkur áhersla verður lögð á ýmiskonar verkefnavinnu – bæði einstaklings- og hópavinnu. Kennslan fer að hluta til fram á ensku svo að nemendur venjist því að nota tungumálið á sem eðlilegastan hátt og með viðeigandi málfari.  
Námsefni
Spotlight 8  lesbók og vinnubók, Spotlight 9 (að hluta til) skáldsögur, bíómynd, vefefnið World wide English og efni frá kennara.
Námsmat
Virkni, verkefni, kannanir og próf.


Danska            Elín Dögg Methúsalemsdóttir
Markmið
Nemandi
•    geti skilið aðalatriði venjulegs talmáls í samtölum tveggja og frásögnum
þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi hans eða í viðfangsefni sem
fjallað er um í öðrum þáttum dönskunámsins
•    skilji fyrirhafnarlítið þegar talað er beint við hann um málefni sem hann þekkir og hefur fengist við
•    fylgi nokkuð auðveldlega atburðarás í frásögn þar sem hann getur sett sig inn í aðstæður
•    skilji og geti farið eftir nákvæmum fyrirmælum, t.d. leiðarlýsingum, upplýsingum og leiðbeiningum
•    geti fyrirhafnarlítið lesið stuttar greinar, blaðagreinar á léttu máli og léttar smásögur
•    geti við lestur fundið tilteknar upplýsingar, t.d. á Neti, í blöðum og bæklingum
•    geti skilið fyrirmæli, leiðbeiningar og valda stutta texta þar sem nákvæmnisskilnings er þörf
•    geti tjáð sig um einföld og fastmótuð verkefni sem þarfnast einfaldra og beinna tjáskipta um efni sem hann þekkir
•    tileinki sér réttan framburð á e og a
•    geti notað grunnorðaforða úr þekktum efnisflokkum til að tjá sig munnlega á dönsku
•    geti tjáð sig munnlega um ýmislegt sem tengist daglegu lífi, s.s. biðja um aðstoð, afsaka sig, sýna þakklæti, byrja og enda samtal o.s.frv
•    geti átt í einföldum orðaskiptum við aðra og haldið samræðum gangandi
•    geti notað grunnorðaforða í efnisflokkum, sem fjallað hefur verið um, á eigin forsendum í nýju samhengi
•    geti með einföldum hætti lýst útliti, persónuleika og lifnaðarháttum fólks auk atburða og fyrirætlana í daglegu lífi
•    geti skrifað stutta texta (80–100 orð) frá eigin brjósti og notað orðaforða sem hann hefur tileinkað sér
•    geti skrifað ritunaræfingar þar sem notaður er ákveðinn orðaforði og orðasambönd, t.d. út frá myndum, fyrirmælum eða lýsingu á aðstæðum
•    geti tjáð hugsanir sínar og skoðanir á skiljanlegu rituðu máli
•    geti skrifað einfaldar endursagnir, t.d. út frá hlustun eða lestri

Leiðir
Nemendur fylgjast að í gegnum námsefnið en leitast er við að sníða hverjum nemanda um sig stakk eftir vexti  með mismikilli áherslu í verkefnavinnu og verður talsvert notast við aukaefni. Nemendur fá þjálfun í færniþáttum tungumálsins þ.e. lestur, ritun, hlustun og talað mál. Nokkur áhersla verður lögð á ýmiskonar verkefnavinnu – bæði einstaklings- og hópavinnu. Auk þess munu nemendur horfa á bíómynd og vinna verkefni í tengslum við hana. 
Námsefni
Glimrende, lesbók og vinnubók.  
Grammatik – málfræðiverkefni.
Auk ýmissa fleiri verkefna frá kennara.
Námsmat
Hegðun og virkni í tímum gilda 10% af lokaeinkunn. Kaflakannanir, munnlegt próf, sagnapróf, einstaklings- og hópverkefni gilda 50% af lokaeinkunn og annarpróf gildir 40%.


Samfélagsfræði/Saga    Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    kunni skil á helstu átökum sem mannkynið tókst á við á 20. öldinni
•    kunni skil á einstaklingum og hugmyndum sem settu svip á þróun sögunnar
•    þekki vel til heimsstyrjaldanna tveggja, vöxt verkalýðshreyfingar, byltingarinnar í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna
•    kunni skil á velmegun, lífsstíl og framförum á þriðja áratug aldarinnar, efnahagskreppu á hinum fjórða og valdatöku nasista í Þýskalandi
•    geti leitað að heimildum, valið úr þeim, metið þær gagnrýnið og sýnt hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt
•    finni dæmi um atburði sem hafa átt þátt í því að móta Ísland og umheiminn í nútímanum og hvernig samfélagið hefði getað þróast í aðra átt ef atburðarrásin hefði verið önnur
•    geti séð hvernig sagan hefur mótast af samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum
•    geti tjáð hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega og skriflega
•    geti miðlað þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega
•    geti unnið sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn
•    geti nýtt margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýtt upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýnin hátt
Leiðir
Námið byggist á heimalestri nemenda, umræðum og verkefnavinnu. Nemendur vinna saman ýmis hópverkefni. Nemendur skrifa eina heimildaritgerð. 
Námsefni
Styrjaldir og kreppa – Saga 20. aldar
Námsmat
Námsmatið er fjölbreytt. Einstaklingverkefni og hópverkefni eru hluti af námsmatinu og nemendur skila verkefnum bæði munnlega og skriflega. Einnig eru hefðbundin kaflapróf.Námsmat
Kaflapróf  í lok hvers kafla sem gilda 60%.  Skilaverkefni 20% og Virkni og frammistaða nemenda í tímum 20%.

Námsefni Árið 1918
Námsmat
Virkni, verkefni og kannanir 

Náttúrufræði            Kristín Jónsdóttir

Eðlisvísindi
Markmið
Nemandi:
•    kynnist vísindalegum aðferðum og vinnubrögðum 
•    átti sig á helstu hugtökum efnafræðinnar s.s. frumeindir, sameindir, frumefni, efnasambönd, hamskipti og efnabreytingar 
•    læri að nota lotukerfið.
•    verði fær um að reikna út rúmmál og eðlismassa
•    þekki helstu form orku og geti gert greinamun á orkuformum
Námsefni
Efnisheimurinn, valið efni

Lífvísindi
Markmið
Nemandi:
•    fái æfingu í að vinna bæði sjálfstætt og í hóp
•    öðlist færni í að afla sér upplýsinga og noti þær til miðlunar
•    þjálfist í vísindalegum vinnubrögðum
•    læri að þekkja nokkar algengar tegundir íslensku flórunnar
Leiðir
Nemendur lesa efnið heima og svara spurningum, rætt er um efnið í tímum, verkefni unnin (einstaklings-og hópvinna), tilraunir unnar og myndbönd skoðuð
Námsefni
Valið efni frá kennara, veraldarvefurinn, handbækur og uppflettirit.
Námsmat
Kaflapróf ásamt skyndiprófum. Heimildaverkefni, vinnubók og annars konar verkefni. Vinnusemi og vinnubrögðum í tímum.


 
Tölvu- og upplýsingatækni       Kristín Jónsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    hafi skilning á gildi tölvutækni sem miðils í lýðræðisþjóðfélagi
•    geti valið og notað viðeigandi tölvubúnað til að koma upplýsingum á framfæri
•    geti slegið inn villulausan texta, að lágmarki 125 slög á mínútu (25 orð á mín.), með blindskrift og réttri fingrasetningu
•    geti beitt þeim leitaraðferðum sem algengustu tölvukerfi bjóða upp á
•    þjálfist í upplýsingalæsi
•    hafi sett upp margþætt skjöl í ritvinnslu
•    geti nýtt tölvuna við skil á verkefnum
•    geti sett upp fyrirlestur í Power Point
Leiðir
Nemendur vinna sjálfstætt í tímum. Verkefni tengd öðrum fögum unnin ásamt því að þjálfa blindraskrift og rétta fingrasetningu.
Námsefni 
Verkefni frá kennara og af netinu.
Námsmat
Ýmiskonar verkefni tengd öðrum fögum, hraðakannanir og virkni


Lífsleikni                Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    þekki hættur samfara neyslu ávana- og fíkniefna
•    viti hverjir eru helstu áróðursmiðlar nútímans
•    skynji félagslegar aðstæður til að geta metið hvort og hvernig hann gerist þátttakandi í þeim, t.d. að standast þrýsting til að gera eitthvað gegn betri vitund
•    læri að vega og meta hvort einhver samskipti og hegðun falli utan þess ramma sem lög og reglur setja
•    læri að meta ráðstöfun eigin tekna með tilliti til nauðsynja og annarra útgjalda
•    geti sýnt ábyrga hegðun á ferðum á vegum skólans
•    geri sér grein fyrir gildi virkrar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi
Leiðir
Umræður nemenda og kennara, verkefnavinna af ýmsu tagi, verkleg vinna og bekkjarfundir.
Námsefni
Ýmis verkefni frá kennara, valdir kaflar úr bókinni Heil og sæl sem er Lífsleikniefni á unglingastigi. 
Námsmat
Virkni í tímum og verkefnavinna. 


 
Íþróttir            Bjartur Aðalbjörnsson

Markmið
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
•    gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol
•    sýnt og framkvæmt styrktaræfingar sem reyna á hámarksgetu og úthald í kyrrstöðu og hreyfingu
•    gert liðleikaæfingar sem reyna á hreyfivídd og hreyfigetu
•    tekið þátt í hópíþróttum, einstaklingsíþróttum og heilsurækt innan og utan skólans
•    nýtt sér stöðluð próf til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu
Félagslegir þættir
•    skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum
•    þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði i hóp- og einstaklingsíþrótt
•    rökrætt kynheilbrigði, kyn- og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi
Heilsa og efling þekkingar
•    skýrt helstu áhrif heyfingar á líkamlega og andlegan líðan og mikilvægi góðrar næringar fyrir vöxt og viðahald líkamans
•    rætt  eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heildbrigði bæði sínu eigin og annarra
•    útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum
•    vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans
•    sett sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt, gert og framkvæmt eigin þjálfunaráætlun á grundvelli niðurstaðna prófa
•    sótt og nýtt sér upplýsingar við alhliða heilsurækt og mat á eigin heilsu
•    notað mælingar með mismunandi mælinákæmni við mat á afkastgetu
•    tekið þátt í leikjum af margvíslegu tagi
•    sýnt ábyrgð í útivist. Skýrt tákn korta, tekið stefnu með áttavita og ratað um landsvæði með korti.
Öryggis- og skipulagsreglur
•    tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum.
Leiðir
Námið fer að miklu leyti fram með þrek- og styrktaræfingum þar sem nemendur læra að efla þol og styrk með einföldum en árangursríkum hætti. Auk þess spila stöðvaþjálfun, leikir, boltaæfingar, hlaup og keppni stóran þátt. Grunnatriði í flestum íþróttagreinum eru þjálfuð.


Námsmat
Með símati verður hegðun og virkni metin til 35% af einkunn en 50% eru fengin með  könnunum á líkamsfari og sjálfsmati. Þol , kraftur, hraði, liðleiki ásamt einum færniþætti verður kannaður í nóvember og apríl.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati. 15% af lokaeinkunn er verkefni sem þau vinna sjálf yfir önnina og felst í því að stjórna og skipuleggja tíma. 


Sund                Bjarney Guðrún Jónsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    viðhaldi sundfærni sinni með tilliti til breyttrar líkamsbyggingar
•    þjálfist í leikjum sem efla félagslega samvinnu
•    taki þátt í markvissri sundþjálfun sem líkamans og heilsurækt
•    þjálfist í 25 m flugsundi með eða án hjálpartækja
•    þjálfist í stílsundi þar sem áherlsan er á rétt sundtök, 50 m bringusund, 25 m skriðsund og 25 m baksund
•    þjálfist í fatasundi eftir stungu af bakka og 50 m. sundi, þar af 6-8 m. kafsund, troða marvaða, afklæðast á sundi og synda sömu vegalengd til baka
•    nái að synda: 100 m. bringusund þar sem tímalágmark er 2 mín. og 20 sek. fyrir drengi en 2 mín. og 25 sek. fyrir stúlkur  -  50 m. skriðsund þar sem tímalágmark er 60,0 sek. fyrir drengi en 62,0 sek. fyrir stúlkur  -  25 m. baksund þar sem tímalágmark er 32,0 sek. fyrir drengi en 34,0 sek. fyrir stúlkur
•    þjálfist í að geta synt 500 m. án hvíldar með frjálsum aðferðum 
•    öðlist þekkingu á mikilvægi sunds og geti nýtt sér það til líkams- og heilsuræktar
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund þ.e. vetrareinkunn og prófeinkunn.


Hönnun og smíði, val        Baldur Hallgrímsson 
Markmið Nemandi
•    læri flóknari verktækni  en er kennd í yngri bekkjum.
Leiðir Í  9. bekk eru skylduverkefni auk smíði frjálsra verkefna.  Áhersla er lögð á að verkefnin séu ekki stór í sniðum heldur vönduð og falleg smíði.  Nemendur teikni sjálfir frjáls verkefni og njóti leiðsagnar kennara við útfærslu og vinnutilhögun. Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.
Námsefni
Nemendamappa sem í fara verkefni og upplýsingar frá kennara.
Námsmat Byggir á vandvirkni, vinnusemi, umgengni og hegðun. 

 
Málmsmíði, val        Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi:
•    læri grunnaðferðir í málmsmíði
•    læri hönnun málmsmíðahluta 
•    læri efnisfræði málmsmíða
Leiðir
Hanni og smíði skartgripi og nytjahluti úr sem flestum af eftirfarandi efnum: áli, kopar, nýsilfri, silfri og messing.
Námsefni
Nemendamappa sem í fara verkefni og upplýsingar frá kennara.
Námsmat
Símat sem byggt er á hegðun og virkni.Lego - val             Sólrún Dögg Baldursdóttir

Markmið
Nemandi:
•    fái tækifæri til að skapa eigin hugmyndir úr lego og prófi sig áfram með hugmyndir sínar
•    þjálfist í fínhreyfingum og efli samhæfingu hugar og handar
•    taki þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
•    gangi vel um vinnusvæði og fari vel með námsgögn
•    ígrundi vinnu sína og þjálfist í að hugsa í lausnum
Leiðir
Nemendur vinna saman í litlum hópum að verkefnum sem þeir ákveða í samráði við kennara.  Nemendur vinna að eigin hugmyndum, prófa sig áfram og þróa þannig hugmyndir sínar.  
Námsefni
Lego mindstorms education ásamt forritum og brautum.  
Ýmiss konar tæknilego.
Námsmat
Símat sem byggist á virkni, frumkvæði, hegðun og umgengni gildir 90%.
Sjálfsmat gildir 10%.

Heimilisfræði – val    Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í að setja saman fjölbreyttar máltíðir og fylgja manneldismarkmiðum
•    læri um sjúkdóma og kvilla sem tengjast mataræði
•    fái þjálfun í að beita helstu matreiðsluaðferðum
•    geti framreitt máltíð sjálfstætt
•    þjálfist í að leggja gagnrýnið mat á eigin neyslu og gera greinarmun á þörfum og gerviþörfum
•    þekki helstu dreifingarleiðir örvera og hvaða skaða þær geta valdið
•    þjálfist í að halda híbýlum hreinum og temji sér að nota hreinlætisvörur í hófi
•    þjálfist í að vinna með öðrum

Námsefni
Heimilisfræði II, Heimilisfræði – unglingastig, verkefnablöð, Næringargildi matvæla, áhöld í eldhúsi og uppskriftir úr ýmsum áttum.
Námsmat
Símat, gefið fyrir hegðun og virkni í lok hvers tíma. Nemendur vinna dagbók sem er hluti af námsmati
 

Textílmennt, val        Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    vinni tilraunavinnu út frá eigin hugmynd að textílverki, nytjahlut flík o.þ.h.
•    vinni sjálfstætt að eigin textílverki og beiti áunninni þekkingu
•    geti beitt helstu áhöldum, verkfærum og tækjum sem notuð eru við textílvinnu
•    geri sér grein fyrir að öguð vinnubrögð eru mikilvægur þáttur í handverki
•    skilji að skipulag vinnuferlis og góð nýting hráefnis skiptir sköpum í framleiðslu textílmuna
•    vinni með eigin tilfinningar og upplifun sem grundvöll að fagurfræðilegri túlkun sinni í textílefnivið
•    vandi frágang verkefna, meti vinnu sína og kynni eða sýni verk sín
•    noti orðaforða greinarinnar
•    noti handbækur
•    fái innsýn í mismunandi störf sem tengjast textílum, textílvinnu og handverki
•    geri sér grein fyrir áhrifamætti tískunnar út frá litum og formum
Leiðir
Nemendur taka upp snið úr blöðum eða hanna sjálf sín eigin snið með hjálp kennara. Sauma flík eða annað í saumavél. Læri að gera við eða breyta fötum sem þeir eiga.
Námsgögn
Stóra saumabókin.
Saumahandbókin.
Leiðbeiningar frá kennara og blöð.
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni,áhuga og virkni í tímum.

 

 

10. bekkur    

Íslenska            Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi:
•    kunni skil á öllum meginhugtökum beygingarfræði sem tengjast fallorðum, sagnorðum og smáorðum og nái valdi á að beita þeirri þekkingu í málfræðilegri greiningu 
•    þekki flest grunnhugtök sem tengjast merkingu máls og málnotkun
•    öðlist þekkingu á helstu grunnhugtökum hljóðfræðinnar sem tengjast flokkun málhljóða
•    öðlist þekkingu á helstu grunnhugtökum setningarfræðinnar
•    öðlist þekkingu á helstu staðbundnum framburðarafbrigðum, einkennum þeirra og útbreiðslu
•    kunni skil á öllum reglum í stafsetningu og greinarmerkjasetningu og beiti þeirri þekkingu í allri ritun
•    þjálfist í að tjá sig í töluðu og á rituðu máli á skipulegan hátt og beiti þekkingu sinni á móðurmálinu til að auðga orðaforða, máltilfinningu og temja sér vandaðan stíl
•    temji sér vandvirkni í vinnubrögðum við skrift og frágang texta
•    þekki flest grunnhugtök sem lúta að ljóðagreiningu og kunni að beita þeirri þekkingu við lestur og túlkun þeirra
•    geti lesið bókmenntatexta á markvissan hátt til að átta sig á inntaki, stíl, persónulýsingum og öðru því sem tengist bókmenntalegri greiningu texta
•    öðlist færni í lesskilningi
•    fái æfingu í gerð heimildaritgerða
•    kynnist fornbókmenntum og nútímabókmenntum
•    rækti með sér áhuga á móðurmáli sínu og læri að meta það að tala rétt mál
Námsefni
Mályrkja III, Finnur III, Málfinnur og Skriffinnur, Lesum betur og Lesum nú. Kennsluvefurinn Stoðkennarinn og Skólavefurinn. Ýmis verkefni í bókum og á blöðum. 
Lesnar bókmenntir: Vopnfirðinga saga, Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Mýrin eftir Arnald Indriðason, (Djöflaeyjan eftir Einar Kárason – ef tími vinnst til), bækur að eigin vali og ýmis konar lesefni frá kennara. Nemendur lesa eina til tvær kjörbækur.
 Í  stafsetningu verða lögð fyrir nokkur verkefni og unnið í Stoðkennaranum. 
Námsmat
Virkni, verkefni, bókmenntaritgerðir, heimildaritgerð, framsögn og tjáning, lotukannanir og annarpróf. Samræmt könnunarpróf í september.Stærðfræði            Sólrún Dögg Baldursdóttir

Markmið
Nemandi:
•    öðlist góða tilfinningu fyrir tölum og stærðum og áhrifum reikniaðgerða á þær
•    rökstyðji niðurstöður sínar og skýri lausnaleiðir af nákvæmni
•    geri sér grein fyrir því hvernig beita má stærðfræðilegum aðferðum í daglegu lífi
•    skilji hvernig stærðfræði er undirstaða mælinga í tíma og rúmi
•    geri sér nokkra grein fyrir sögu stærðfræðinnar
•    kunni góð skil á náttúrulegum tölum, heilum tölum, ræðum tölum og rauntölum
•    nái góðum tökum á öllum aðgerðum á reiknivél sem nota þarf í verkefnum námsefnis í grunnskóla
•    fáist við hlutföll við samanburð á stærðum og geti notað þau í útreikningum 
•    hafi náð góðu valdi á prósentuhugtakinu og öðlist færni í prósentureikningi
•    nái valdi á lausn fyrsta stigs jöfnu með einni óþekktri stærð og tileinki sér aðferðir til að leysa saman tvær fyrsta stigs jöfnur með tveimur óþekktum stærðum
•    margfaldi upp úr svigum og þátti fyrsta og annars stigs margliður
•    sýni góðan skilning á hugtakinu rúmmál, kunni reglur um helstu rúmmálsreikninga og geti beitt þeim
•    kunni skil á algengum hugtökum og aðferðum við mælingu flatarmynda og þrívíðra hluta
•    kunni skil á algengustu aðferðum við að vinna úr tölulegum gögnum og setja niðurstöður fram
•    kunni skil á líkindahugtakinu 
•    geti unnið í samvinnu við aðra og ræði um lausnaleiðir og niðurstöður
•    öðlist trú á eigin hæfni til að beita stærðfræði við margvíslegar aðstæður og leysa fjölbreytt viðfangsefni
•    geti valið og notað heppilegar aðferðir við útreikninga og temji sér að leggja mat á þá
•    setji fram og leysi þrautir með hjálp stærðfræðinnar og geti lagt mat á eigin lausnaleiðir og annarra
•    noti tungumál stærðfræðinnar til að ræða um, færa rök fyrir og útskýra eigin tilgátur og annarra, útreikninga og niðurstöður
Námsefni
Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla III og 8-tíu nr. 5 og 6. Kennsluvefirnir Stoðkennarinn, Skólavefurinn og Rasmus.  Þemahefti og þjálfunarefni frá kennara.  
Leiðir
Ný hugtök, tákn og nýjar aðferðir eru kynntar fyrir nemendum með beinni kennslu.  Nemendur vinna síðan að miklu leyti sjálfstætt, ýmist einir sér eða saman.  Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vandaðan frágang og uppsetningu dæma.  Nemendur fylgjast að í efnisþáttum en komið er til móts við mismunandi vinnuhraða nemenda m.a. með ítarefni.  Unnið er eftir vikuáætlunum frá kennara og heimavinna fer að miklu leyti eftir vinnuhraða nemenda og vinnusemi þeirra í kennslustundum.
Námsmat
Virkni í tímum gildir 15 %, heimadæmi 15%, hópverkefni 5%, kaflakannanir 35% og annarpróf 30%.

Enska        Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi:
Hlustun
•    skilji ensku af helstu málsvæðum enskrar tungu um efni sem hann þekkir þegar talað er skýrt
•    skilji almennar upplýsingar og fyrirmæli, bæði aðalatriði og nákvæmar upplýsingar
•    geti fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr
•    geti fylgt atburðarás í sögu eða frásögn
Lestur
•    geti lesið sér til gagns og ánægju ljóð, smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki
•    kunni að beita mismunandi lestrarlagi eftir eðli texta og tilgangi með lestrinum og nýtt sér í verkefnavinnu
•    geti dregið ályktanir, lesið á milli línanna, giskað á orð út frá samhengi og áttað sig á uppbygginu texta
Talað mál 
•    geti tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, tjáð skoðanir sínar og tilfinningar og brugðist við með hljómfalli sem hæfir aðstæðum
•    geti byrjað samtal og endað, lagt orð í belg, umorðað og leiðrétt sig
•    geti bjargað sér við óvæntar aðstæður og sagt óundirbúið frá atviki
•    kunni að nota málið við ýmsar aðstæður daglegs lífs
•    geti flutt stutt undirbúið erindi um viðfangsefni sem hann hefur aflað sér heimilda um
•    geti gert grein fyrir skoðun sinni á efni sem hann hefur kynnt sér
•    geti veitt upplýsingar um menningu sína og umhverfi
Ritun 
•    geti skrifað skipulegan texta um kunnuglegt efni, skipt í efnisgreinar og beitt nokkurri nákvæmni í málfari
•    geti skrifað ýmsar gerðir af textum, t.d. viðbrögð við texta og lýsingar
•    kunni að haga orðum sínum í samræmi við aðstæður, viðtakanda, tilgang ritunar og gerð texta
•    geti virkjað hugarflugið og skáldað og skapað eigin texta
•    geti skrifað umsögn um kvikmynd, bók eða leikrit og fylgt ákveðnu formi
•    geti skrifað hálfformlegt bréf, t.d. tölvupóst, þar sem leitað er eftir almennum upplýsingum eða brugðist við fyrirspurnum
Leiðir
Nemendur fá þjálfun í færniþáttum tungumálsins þ.e. lestur, ritun, hlustun og talað mál. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn. Nokkur áhersla verður lögð á ýmiskonar verkefnavinnu – bæði einstaklings- og hópavinnu. Kennslan fer að hluta til fram á ensku svo að nemendur venjist því að nota tungumálið á sem eðlilegastan hátt og með viðeigandi málfari.  
Námsefni
Spotlight 10  lesbók, skáldsögur, bíómyndir, vefefnið World wide English og efni frá kennara.
Námsmat
Virkni, verkefni, kannanir og próf.


Danska            Elín Dögg Methúsalemsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    skilji flest venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í tali kennara, nemenda og í þar til gerðu hlustunarefni, sem og á rituðu máli
•    skilji fyrirhafnarlítið þegar talað er beint við hann um málefni sem hann þekkir og hefur unnið með
•    geti fylgt atburðarás í talaðri frásögn
•    geti beitt yfirlitslestri, leitarlestri og nákvæmnislestri eftir því sem við á
•    tileinki sér réttan framburð á e og a
•    geti notað grunnorðaforða úr þekktum efnisflokkum til að tjá sig munnlega á dönsku
•    geti tjáð sig munnlega um ýmislegt sem tengist daglegu lífi, s.s. biðja um aðstoð, afsaka sig, sýna þakklæti, byrja og enda samtal o.s.frv.
•    geti haldið ræðu á dönsku í 2-3- mín (undirbúið efni)
•    geti skrifað lengri samfelldan  texta (150-200 orð) í tengslum við þekkt viðfangsefni með nokkuð réttri stafsetningu
•    geti tjáð hugsanir sínar og skoðanir á skiljanlegu rituðu máli
•    þekki og geti unnið með; eignarfornöfn, núþálegar sagnir, boðhátt sagna, stigbreytingu lýsingarorða, algengar sagnir og forsetningar í algengustu orðasamböndum
Námsefni
EKKO, lesbók og vinnubók.  
Lesefni með verkefnum m.a. fengið af Skólavef.
Grammatik – málfræðiverkefni.
Léttlestrarbækur.  
Bíómyndir og sjónvarpsþættir.
Stoðkennarinn.
Auk ýmissa fleiri verkefna frá kennara.
Leiðir
Nemendur fylgjast að í gegnum námsefnið en leitast er við að sníða hverjum nemanda um sig stakk eftir vexti  með mismikilli áherslu í verkefnavinnu. Nemendur fá þjálfun í færniþáttum tungumálsins þ.e. lestur, ritun, hlustun og talað mál. Nokkur áhersla verður lögð á ýmiskonar verkefnavinnu, bæði einstaklings- og hópavinnu. 
Námsmat
Virkni og hegðun í tímum gildir 10 %. 
Kaflakannanir, munnlegt próf, einstaklings- og hópverkefni og sjálfsmat nemenda gilda 50 %. 
Annarpróf gilda 40 %.
  

Samfélagsfræði/Saga    Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    kunni skil á helstu átökum sem mannkynið tókst á við á 20. öldinni
•    kunni skil á einstaklingum og hugmyndum sem settu svip á þróun sögunnar
•    þekki vel til heimsstyrjaldanna tveggja, vöxt verkalýðshreyfingar, byltingarinnar í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna
•    kunni skil á velmegun, lífsstíl og framförum á þriðja áratug aldarinnar, efnahagskreppu á hinum fjórða og valdatöku nasista í Þýskalandi
•    geti leitað að heimildum, valið úr þeim, metið þær gagnrýnið og sýnt hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt
•    finni dæmi um atburði sem hafa átt þátt í því að móta Ísland og umheiminn í nútímanum og hvernig samfélagið hefði getað þróast í aðra átt ef atburðarrásin hefði verið önnur
•    geti séð hvernig sagan hefur mótast af samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum
•    geti tjáð hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega og skriflega
•    geti miðlað þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega
•    geti unnið sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn
•    geti nýtt margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýtt upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýnin hátt
Leiðir
Námið byggist á heimalestri nemenda, umræðum og verkefnavinnu. Nemendur vinna saman ýmis hópverkefni. Nemendur skrifa eina heimildaritgerð. 
Námsefni
Styrjaldir og kreppa – Saga 20. aldar
Námsmat
Námsmatið er fjölbreytt. Einstaklingverkefni og hópverkefni eru hluti af námsmatinu og nemendur skila verkefnum bæði munnlega og skriflega. Einnig eru hefðbundin kaflapróf.Náttúrufræði            Kristín Jónsdóttir

Eðlisvísindi
Markmið
Nemandi:
•    kynnist vísindalegum aðferðum og vinnubrögðum 
•    átti sig á helstu hugtökum efnafræðinnar s.s. frumeindir, sameindir, frumefni, efnasambönd, hamskipti og efnabreytingar 
•    læri að nota lotukerfið.
•    verði fær um að reikna út rúmmál og eðlismassa
•    þekki helstu form orku og geti gert greinamun á orkuformum
Námsefni
Efnisheimurinn, valið efni

Lífvísindi
Markmið
Nemandi:
•    fái æfingu í að vinna bæði sjálfstætt og í hóp
•    öðlist færni í að afla sér upplýsinga og noti þær til miðlunar
•    þjálfist í vísindalegum vinnubrögðum
•    læri að gera gróðurúttekt og setja niðurstöður fram í skýrsluformi
Leiðir
Nemendur lesa efnið heima og svara spurningum, rætt er um efnið í tímum, verkefni unnin (einstaklings-og hópvinna), tilraunir unnar og myndbönd skoðuð
Námsefni
Valið efni frá kennara, veraldarvefurinn, handbækur og uppflettirit.
Námsmat
Kaflapróf ásamt skyndiprófum. Heimildaverkefni, vinnubók og annars konar verkefni. Vinnusemi og vinnubrögðum í tímum.Náms- og starfsfræðsla               Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir

Markmið
Nemandi:
• þekki sjálfan sig, eigin styrkleika og veikleika og sé fær um að taka ákvarðanir
á grunni þeirrar sjálfsþekkingar.
• meti og skoði námsvenjur sínar.
• sé fær um að beita gagnrýninni hugsun í samskiptum, skapandi starfi og við
að setja sér markmið og taka ákvarðanir.
• geti sett sér markmið og framtíðaráætlun til að stefna að og hafa unnið úr
upplýsingum um námsleiðir í framhaldsskólum með tilliti til áhuga og
framtíðaráforma hvað varðar störf og atvinnutækifæri.
• öðlist áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og
ábyrgan hátt og átti sig á samhengi þessa við að setja sér markmið er lúta að
framtíðinni.
• geti nýtt sér upplýsingatækni í upplýsingaleit um nám og störf.
• geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsleiðir er standa til boða við lok
grunnskóla og geti nýtt sér ráðgjöf og upplýsingatækni í þeim tilgangi.
Leiðir
Námið byggist á umræðum í bekknum, auk eintaklingsverkefna. Einnig munu nemendur vinna í hópavinnu. Farið verður í heimsóknir á vinnustaði og nemendur kynna sér ýmis störf.
Námsefni
Stefnan sett og valið efni frá kennara.
Námsmat
Símat, gefið fyrir hegðun og virkni í lok hvers tíma.


Lífsleikni            Svava Birna Stefánsdóttir

Markmið
Nemandi
•    sé meðvitaður um persónurétt og jafnrétti og læri að bera virðingu fyrir viðhorfum og tilfinningum annarra
•    geti sett sér raunhæf markmið
•    læri að skipuleggja sig
•    rækti með sér ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfum sér og öðrum
•    tileinki sér ábyrg sjónarmið og umgengni við umhverfi sitt 
•    tileinki sér að horfa með gagnrýni á auglýsingar og fjölmiðla
•    íhugi gildi innihaldsríkrar tómstundaiðju
•    sé meðvitaður um ábyrgð og leiðsögn foreldra í uppeldi og mótun barna sinna
•    geri sér grein fyrir skaðsemi ávana- og vímuvaldandi efna 
•    sé meðvitaður um að siðvit og ábyrgð, gagnkvæm virðing og persónuréttur eru helstu mælikvarðar á siðlega kynímynd og kynhegðun hvers og eins
Leiðir
Umræður, efni af netinu, einstaklingsviðtöl og bekkjarfundir.


Íþróttir                        Bjartur Aðalbjörnsson

Markmið 
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
•    gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol
•    sýnt og framkvæmt styrktaræfingar sem reyna á hámarksgetu og úthald í kyrrstöðu og hreyfingu
•    gert liðleikaæfingar sem reyna á hreyfivídd og hreyfigetu
•    tekið þátt í hópíþróttum, einstaklingsíþróttum og heilsurækt innan og utan skólans
•    nýtt sér stöðluð próf til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu
Félagslegir þættir
•    skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum
•    þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði i hóp- og einstaklingsíþrótt
•    rökrætt kynheilbrigði, kyn- og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi
Heilsa og efling þekkingar
•    skýrt helstu áhrif heyfingar á líkamlega og andlegan líðan og mikilvægi góðrar næringar fyrir vöxt og viðahald líkamans
•    rætt  eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heillbrigði bæði sínu eigin og annarra
•    útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum
•    vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans
•    sett sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt, gert og framkvæmt eigin þjálfunaráætlun á grundvelli niðurstaðna prófa
•    sótt og nýtt sér upplýsingar við alhliða heilsurækt og mat á eigin heilsu
•    notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastgetu
•    tekið þátt í leikjum af margvíslegu tagi
Öryggis- og skipulagsreglur
•    tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum.
Leiðir
Námið fer að miklu leyti fram með þrek- og styrktaræfingum þar sem nemendur læra að efla þol og styrk með einföldum en árangursríkum hætti. Auk þess spila stöðvaþjálfun, leikir, boltaæfingar, hlaup og keppni stóran þátt. Grunnatriði í flestum íþróttagreinum eru þjálfuð.
Námsmat
Með símati verður hegðun og virkni metin til 35% af einkunn en 50% eru fengin með  könnunum á líkamsfari og sjálfsmati. Þol , kraftur, hraði, liðleiki ásamt einum færniþætti verður kannaður í nóvember og apríl.  Niðurstöður úr þessum könnunum fá nemendur í lok hverrar annar sem hluta af lokamati. 15% af lokaeinkunn er verkefni sem þau vinna sjálf yfir önnina og felst í því að stjórna og skipuleggja tíma. 


Sund                Bjarney Guðrún Jónsdóttir

Markmið
Nemandi:
•    viðhaldi sundfærni sinni með tilliti til breyttrar líkamsbyggingar
•    þjálfist í leikjum sem efla félagslega samvinnu
•    taki þátt í markvissri sundþjálfun sem líkams- og heilsurækt
•    nái tökum á nákvæmri útfærslu í 50 m bringusundi og 12 m. kafsundi
•    þjálfist í að troða marvaða í 30 sek. og björgun jafningja þar sem björgunarvegalengdin er 25 m
•    læri og tileinki sér helstu atriði skyndihjálpar, sérstaklega þau sem snúa að björgun frá drukknun
•    nái að synda: 100 m bringusund þar sem tímalágmark er 2 mín. og 15 sek. fyrir drengi en 2 mín. og 20 sek. fyrir stúlkur  -  50 m skriðsund þar sem tímalágmark er 55,0 sek. fyrir drengi en 58,0 sek. fyrir stúlkur  -  50 m baksund þar sem tímalágmark er 65,0 sek. fyrir drengi en 68,0 sek. fyrir stúlkur  -  25 m flugsund þar sem tímalágmark er 31,0 sek. fyrir drengi en 33,0 sek. fyrir stúlkur
•    þjálfist í að geta synt 600 m án hvíldar innan 20 mín. með frjálsum aðferðum 
•    öðlist þekkingu á mikilvægi sunds og geti nýtt sér það til líkams- og heilsuræktar
Námsmat
Námsmatið er í samræmi við markmið í sundi auk símats og fá nemendur sérstaka einkunn fyrir sund, þ.e. vetrareinkunn og prófeinkunn.


Hönnun og smíði,  val        Baldur Hallgrímsson

Markmið
Nemandi:
•     læri flóknari verktækni en er kennd í yngri bekkjum.
Leiðir
Í 10. bekk eru skylduverkefni auk smíði frjálsra verkefna. Áhersla er lögð á að verkefni séu ekki   stór í sniðum, heldur vönduð og falleg smíði. Nemendur teikni sjálfir frjáls verkefni og njóti leiðsagnar kennara við útfærslu og vinnutilhögun.  Mikilvægt er að nemendur komi í klæðnaði með tilliti til þess að oft er unnið með málningu og lím í smíðastofu.
Námsefni
Nemendamappa sem í fara verkefni og upplýsingar frá kennara.
Námsmat
Byggir á vandvirkni vinnusemi, umgegni og hegðun.


Málmsmíði – val        Baldur Hallgrímsson

Markmið: 
Nemandi: 
•    læri grunnaðferðir í málmsmíði
•    hönnun málmsmíðahluta 
•    efnisfræði málmsmíða
Leiðir:  Hanni og smíði skartgripi úr sem flestum af eftirfarandi efnum: áli, kopar,
nýsilfri, silfri og messing.
Námsefni:  Nemendamappa sem í fer verkefni og upplýsingar frá kennara.
Námsmat:  Iðni, verkkunnátta, hönnun, vandvirkni, umgegni og hegðun.Lego - val             Sólrún Dögg Baldursdóttir

Markmið
Nemandi:
•    fái tækifæri til að skapa eigin hugmyndir úr lego og prófi sig áfram með hugmyndir sínar
•    þjálfist í fínhreyfingum og efli samhæfingu hugar og handar
•    taki þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
•    gangi vel um vinnusvæði og fari vel með námsgögn
•    ígrundi vinnu sína og þjálfist í að hugsa í lausnum
Námsefni
Lego mindstorms education ásamt forritum og brautum.  
Ýmiss konar tæknilego.
Leiðir
Nemendur vinna saman í litlum hópum að verkefnum sem þeir ákveða í samráði við kennara.  Nemendur vinna að eigin hugmyndum, prófa sig áfram og þróa þannig hugmyndir sínar.  
Námsmat
Símat sem byggist á virkni, frumkvæði, hegðun og umgengni gildir 90%.
Sjálfsmat gildir 10%.


Heimilisfræði – val    Ása Sigurðardóttir

Markmið
Nemandi:
•    þjálfist í að setja saman fjölbreyttar máltíðir og fylgja manneldismarkmiðum
•    læri um sjúkdóma og kvilla sem tengjast mataræði
•    fái þjálfun í að beita helstu matreiðsluaðferðum
•    geti framreitt máltíð sjálfstætt
•    þjálfist í að leggja gagnrýnið mat á eigin neyslu og gera greinarmun á þörfum og gerviþörfum
•    þekki helstu dreifingarleiðir örvera og hvaða skaða þær geta valdið
•    þjálfist í að halda híbýlum hreinum og temji sér að nota hreinlætisvörur í hófi
•    þjálfist í að vinna með öðrum
Námsefni
Heimilisfræði II, Heimilisfræði – unglingastig, verkefnablöð, Næringargildi matvæla, áhöld í eldhúsi og uppskriftir úr ýmsum áttum.
Námsmat
Símat, gefið fyrir hegðun og virkni í lok hvers tíma. Nemendur vinna dagbók sem er hluti af námsmati


Textílmennt, val        Heiðbjört Antonsdóttir

Markmið
Nemandi
•    vinni tilraunavinnu út frá eigin hugmynd að textílverki, nytjahlut flík o.þ.h.
•    vinni sjálfstætt að eigin textílverki og beiti áunninni þekkingu
•    geti beitt helstu áhöldum, verkfærum og tækjum sem notuð eru við textílvinnu
•    geri sér grein fyrir að öguð vinnubrögð eru mikilvægur þáttur í handverki
•    vinni með eigin tilfinningar og upplifun sem grundvöll að fagurfræðilegri túlkun sinni í textílefnivið
•    vandi frágang verkefna, meti vinnu sína og kynni eða sýni verk sín
•    noti orðaforða greinarinnar
•    noti handbækur
•    læri um sögu unglingatísku á 20. öld og geti útskýrt hvaða áhrif markaðshyggja, auglýsingar, kvikmyndir, tónlist o.fl. hefur á tísku
Leiðir
Nemendur taka upp snið úr blöðum eða hanna sjálf sín eigin snið með hjálp kennara. Sauma flík eða annað í saumavél. Læri að gera við eða breyta fötum sem þeir eiga.
Námsgögn
Stóra saumabókin.
Saumahandbókin.
Leiðbeiningar frá kennara og blöð.
Námsmat
Símat, byggir á vandvirkni,áhuga og virkni í tímum.