Jóladagskrá skólans

Í fyrstu viku desember hefjast eldri nemendur handa við að mála myndir á gluggana í stofunum.

Fimmtudaginn 12. desember  skreyta nemendur stofurnar sínar.

Föstudaginn     13. des. er jólasöngstund og börnum frá Brekkubæ boðið í heimsókn.

Mánudaginn     16. des. er jólabíó og popp.

Þriðjudaginn     17. des. er jólaföndur. Boðið er upp á kakó og mega nemendur koma með smákökur í nesti. Skóla lýkur kl. 13:30.

Miðvikudaginn 18. des. er jólaþema þar sem allir klæðast einhverju jólalegu eða rauðu. Þá er föndrað áfram og æfð atriði fyrir litlu jólin. 

,,Jólamáltíð" skólans er í hádeginu, starfsfólk skólans þjónar til borðs og spiluð eru jólalög.  Ekki er gæsla þennan dag,

Fimmtudaginn  19 . des. eru litlu jólin kl. 9:30.